„Við höfum einfaldlega verið mjög heppin að því leytinu til að margar þessara kvenna hafa áhuga á að vinna með okkur og þar sem við höfum þörf fyrir öflugt fagfólk hefur þetta verið raunin,“ segir Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svar og einn eigenda þess í tilkynningu.
„Með þessu er ég alls ekki að segja að karlmenn séu einhverju minna frambærilegir en konur, hvorki í tæknigeiranum eða annars staðar, en þessar tilteknu konur hafa hentað betur í þau störf sem þær eru í hjá okkur í dag.“
Rúnar er eini maðurinn sem situr í framkvæmdastjórninni. Með honum í stjórninni eru þær Kolbrún Víðisdóttir fjármálastjóri, Maggý Möller verkefna- og vörustjóri, Linda Wessman sölustjóri, Erla Kr. Bergmann hópstjóri hugbúnaðar- og tæknideildar og Anna Lilja Sigurðardóttir hópstjóri bókhaldsdeildar.