Segir ákvörðunina alfarið hans eigin Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari í febrúar 2020 til fimm ára. vísir/Steingrímur Dúi „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. „Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira