Raj Soni nýr framkvæmdastjóri Meniga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:56 Raj tekur við starfinu 1. júni. meniga Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur skipað Dheeraj (Raj) Soni sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Í tilkynningu segir að Soni hafi víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja og muni stýra Meniga í gegnum tímabil vaxtar og langtímaþróunar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Soni tekur við starfinu af núverandi framkvæmdastjóra, Simon Shorthose. Á meðal viðskiptavina Meniga eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, ásamt stórum alþjóðlegum bönkum eins og BPCE, Swedbank og UniCredit. „Meniga hefur lokið nauðsynlegri hagræðingarvinnu í framhaldi af áralöngum vexti sem var keyrður áfram af sókn á nýja markaði og nýju vöruframboði, þar á meðal á sviði sjálfbærni og mælinga á kolefnisfótspori. Fyrirtækið mun byggja á þessum trausta grunni inn í komandi vaxtarskeið.“ Þá segir að Soni hafi áratugareynslu af stjórnunarstörfum fjártæknifyrirtækja sem starfa í skýjalausnum og á fyrirtækjamarkaði með stóra alþjóðlega viðskiptavini á heimsvísu. Nú síðast sem rekstrarstjóri snjallsímagreiðslufyrirtækisins TPAY Mobile „Yfirgripsmikil þekking Raj á sjálfbærum vexti í hátækni og fjártækni umhverfum fellur einstaklega vel að langtímaáætlunum Meniga um að útvíkka vöruframboð og þjónustu á komandi árum. Undanfarið ár hefur Meniga farið í gegnum hagræðingartímabil en komandi tími er með skýra áherslu á vöxt og þar hefur Raj náð frábærum árangri í sínum störfum. Við hlökkum til að taka á móti Raj á sama tíma og við búum okkur undir spennandi tíma hjá Meniga,“ er haft eftir Willem Willemstein, stjórnarformanni Meniga. „Meniga hefur, með hugbúnaðarlausnum sínum, aðstoðað marga af stærstu bönkum heims við að auka tengingu við viðskiptavini sína. Þessi ótrúlega sterki hópur viðskiptavina og stuðningur sterkra fjárfesta er góður vitnisburður um það traust og orðspor sem Meniga hefur áunnið sér í umhverfi stafrænna lausna í bankaheiminum. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið áfram í þróun nýrra lausna til að mæta þeim nýju stafrænu áskorunum sem stærri bankar og fjármálastofnanir um allan heim standa frammi fyrir,“ er haft eftir Raj Soni. Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Soni tekur við starfinu af núverandi framkvæmdastjóra, Simon Shorthose. Á meðal viðskiptavina Meniga eru Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, ásamt stórum alþjóðlegum bönkum eins og BPCE, Swedbank og UniCredit. „Meniga hefur lokið nauðsynlegri hagræðingarvinnu í framhaldi af áralöngum vexti sem var keyrður áfram af sókn á nýja markaði og nýju vöruframboði, þar á meðal á sviði sjálfbærni og mælinga á kolefnisfótspori. Fyrirtækið mun byggja á þessum trausta grunni inn í komandi vaxtarskeið.“ Þá segir að Soni hafi áratugareynslu af stjórnunarstörfum fjártæknifyrirtækja sem starfa í skýjalausnum og á fyrirtækjamarkaði með stóra alþjóðlega viðskiptavini á heimsvísu. Nú síðast sem rekstrarstjóri snjallsímagreiðslufyrirtækisins TPAY Mobile „Yfirgripsmikil þekking Raj á sjálfbærum vexti í hátækni og fjártækni umhverfum fellur einstaklega vel að langtímaáætlunum Meniga um að útvíkka vöruframboð og þjónustu á komandi árum. Undanfarið ár hefur Meniga farið í gegnum hagræðingartímabil en komandi tími er með skýra áherslu á vöxt og þar hefur Raj náð frábærum árangri í sínum störfum. Við hlökkum til að taka á móti Raj á sama tíma og við búum okkur undir spennandi tíma hjá Meniga,“ er haft eftir Willem Willemstein, stjórnarformanni Meniga. „Meniga hefur, með hugbúnaðarlausnum sínum, aðstoðað marga af stærstu bönkum heims við að auka tengingu við viðskiptavini sína. Þessi ótrúlega sterki hópur viðskiptavina og stuðningur sterkra fjárfesta er góður vitnisburður um það traust og orðspor sem Meniga hefur áunnið sér í umhverfi stafrænna lausna í bankaheiminum. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið áfram í þróun nýrra lausna til að mæta þeim nýju stafrænu áskorunum sem stærri bankar og fjármálastofnanir um allan heim standa frammi fyrir,“ er haft eftir Raj Soni.
Vistaskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira