Sjö láta af störfum í skipulagsbreytingum hjá Festi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 22:49 Ásta S Fjelsted, forstjóri Festar. Sjö láta af störfum og tvö hafa verið ráðin til félagsins Festi í skipulagsbreytingum. Þá hafa ýmis svið verið sameinuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Breytingarnar eru hluti af stefnumörkun félagsins um að létta á móðurfélaginu og efla enn frekar sjálfstæði hvers félags innan Festi. Skerpa fókus til aukins vaxtar og tryggja að fjárfestingum félagsins sé stýrt til réttra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi. Ýmir Örn Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N1 og tekur við starfinu 1. júní nk. Hinrik Örn Bjarnason, sem starfað hefur innan framkvæmdastjórnar N1 frá 2013 og þar af sem framkvæmdastjóri félagsins frá ársbyrjun 2019, hefur látið af störfum. „N1 stendur á tímamótum með breyttri neysluhegðun og umbreytingu í orkuskiptum. Við þökkum Hinriki fyrir hans mikilvæga starf í vegferð N1 undanfarin ár um leið og við bjóðum Ými velkominn sem fær það hlutverk að taka enn stærri skref í að mæta þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað á markaðnum. Við hlökkum til þess að fá jafn framsækinn og öflugan mann og Ými í brúna,“ segir Ásta jafnframt. Ýmir Örn Finnbogason kemur frá Deloitte þar sem hann var yfirmaður viðskiptagreiningar frá 2021. Ýmir Örn er með meistaragráðu í reikningshaldi og fjármálum frá Cass Business School í London og Bachelor gráðu í viðskiptafræði frá HR.aðsend „Ég er afar spenntur fyrir því að ganga til liðs við N1, fyrirtæki sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og breytingum. Ég er þess fullviss að í þeim liggja fjölmörg tækifæri sem og í auknu samstarfi við önnur félög innan Festi. Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að taka þátt í að móta framtíð N1, fyrirtæki með einstaka sögu og gríðarlega sterkan og fjölbreyttan hóp starfsfólks og viðskiptavina“, er haft eftir Ými Erni Finnbogasyni. Kolbeinn Finnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Festi, lætur nú af störfum. Magnús Kr. Ingason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi tekur nú við sameinuðu sviði fjármála og rekstar. Dagný Engilbertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnumótunar á skrifstofu forstjóra og tekur til starfa í haust. Dagný Engilbertsdóttir kemur frá stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, Örsted, þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar. Dagný er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá IESE Business School í Barcelona. aðsend Vistaskipti Festi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. „Breytingarnar eru hluti af stefnumörkun félagsins um að létta á móðurfélaginu og efla enn frekar sjálfstæði hvers félags innan Festi. Skerpa fókus til aukins vaxtar og tryggja að fjárfestingum félagsins sé stýrt til réttra tækifæra og aukinnar verðmætasköpunar,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festi. Ýmir Örn Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N1 og tekur við starfinu 1. júní nk. Hinrik Örn Bjarnason, sem starfað hefur innan framkvæmdastjórnar N1 frá 2013 og þar af sem framkvæmdastjóri félagsins frá ársbyrjun 2019, hefur látið af störfum. „N1 stendur á tímamótum með breyttri neysluhegðun og umbreytingu í orkuskiptum. Við þökkum Hinriki fyrir hans mikilvæga starf í vegferð N1 undanfarin ár um leið og við bjóðum Ými velkominn sem fær það hlutverk að taka enn stærri skref í að mæta þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað á markaðnum. Við hlökkum til þess að fá jafn framsækinn og öflugan mann og Ými í brúna,“ segir Ásta jafnframt. Ýmir Örn Finnbogason kemur frá Deloitte þar sem hann var yfirmaður viðskiptagreiningar frá 2021. Ýmir Örn er með meistaragráðu í reikningshaldi og fjármálum frá Cass Business School í London og Bachelor gráðu í viðskiptafræði frá HR.aðsend „Ég er afar spenntur fyrir því að ganga til liðs við N1, fyrirtæki sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og breytingum. Ég er þess fullviss að í þeim liggja fjölmörg tækifæri sem og í auknu samstarfi við önnur félög innan Festi. Ég er þakklátur fyrir traustið og hlakka til að taka þátt í að móta framtíð N1, fyrirtæki með einstaka sögu og gríðarlega sterkan og fjölbreyttan hóp starfsfólks og viðskiptavina“, er haft eftir Ými Erni Finnbogasyni. Kolbeinn Finnsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Festi, lætur nú af störfum. Magnús Kr. Ingason framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi tekur nú við sameinuðu sviði fjármála og rekstar. Dagný Engilbertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnumótunar á skrifstofu forstjóra og tekur til starfa í haust. Dagný Engilbertsdóttir kemur frá stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, Örsted, þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar. Dagný er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá IESE Business School í Barcelona. aðsend
Vistaskipti Festi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira