Mikael og félagar eru í harðri baráttu um að fá beint sæti í Sambandsdeild Evrópu og fyrir leik var ljóst að liðið þurfti á sigri að halda til að koma sér aftur í þriðja sæti deildarinnar.
Eins og áður segir skoraði Mikael annað mark AGF í nokkuð öruggum 3-1 sigri liðsins og AGF lyfti sér þar með upp fyrir Viborg í þriðja sæti deildarinnar.
AGF er nú með 50 stig þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni, en Randers situr í sjötta og neðsta sæti efri hlutans með 40 stig.