Íbúðaverð virðist stöðugt en sveiflur í meðalkaupverði sérbýla Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 07:53 Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Vísir/Arnar Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6 prósent á síðustu þremur mánuðum. Virðist íbúðaverð vera nokkuð stöðugt. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira