Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 23:24 Heimavistinni hafði verið læst innan frá þegar hún brann. Almannaupplýsingaráðuneyti Gvæjönu/AP Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum. Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum.
Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira