„Ákveðið svar frá mér varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 12:15 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Frederica EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handboltaliðs Frederica, er á frábærum stað og líður afskaplega vel í Danmörku, hann finnur enn fyrir þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir ólympíugullið árið 2016 og segir góðan árangur Fredericia á yfirstandandi tímabili vera ákveðið svar frá sér. Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi. Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fredericia á í dag mikilvægan oddaleik fyrir höndum gegn stjörnuprýddu liði Álaborgar í undanúrslitum efstu deildar Danmerkur. Sigur í dag kemur Fredericia í úrslitaeinvígið. Liðið hefur náð eftirtektarverðum árangri undir stjórn Guðmundar og sjálfur er íslenski þjálfarinn himinlifandi með stöðuna, bæði hjá sér persónulega sem og Fredericia. „Ég er með þriggja ára samning hérna og er mjög ánægður hjá Fredericia,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi aðspurður um samningstöðu sína og framtíðarhorfur með Fredericia. „Mér líður vel hér í Danmörku og er hjá frábæru félagi. Allt í kringum þetta er eins og best verður á kosið. Ég var sannfærður um það, þegar að ég hafði kynnt mér aðstæður og skrifaði undir samning við félagið, að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“ Það sem hafi heillað hann einna mest við starfið hjá Frederica væri tækifæri á uppbyggingu. „Ég elska að byggja upp lið og sá tækifæri til þess hér. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel hér í Danmörku og hefur verið tekið einstaklega vel.“ Finnur fyrir þakklæti Saga danska handboltans og Guðmundar er samofin en hann var á sínum tíma landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og náði sögulegum árangri með liðinu, árangri sem hefur ekki gleymst. Danska landsliðið sem undir stjórn Guðmundar vann ólympíugull árið 2016Vísir/Getty „Maður finnur enn, sama hvar maður drepur niður fæti, þakklæti frá dönsku þjóðinni fyrir Ólympíugullið sem ég vann með danska landsliðinu árið 2016 og því er það er einstaklega gaman fyrir mig að koma til baka og að hafa sett mark mitt á þetta lið Fredericia.“ Vakti risann Segja má að Fredericia sé tveimur árum á undan áætlun því forráðamenn félagsins höfðu sett sér það markmið að liðið, sem varð á sínum tíma danskur meistari fimm tímabil í röð, færi aftur að berjast um titla árið 2025. Liðið er nú komið í oddaleik í undanúrslitum og náð eftirtektarverðum árangri og segir Guðmundur að í þessum árangri felist einnig ákveðið svar frá honum. „Þetta er ákveðið svar frá mér, varðandi ýmislegt sem maður hefur lent í. Þess vegna er þetta einstaklega skemmtilegt fyrir mig, að vera með þetta lið sem hefur staðið sig frábærlega.“ En hvað felur framtíðin í skauti sér? „Ég á tvö ár eftir af mínum samningi eftir þetta tímabil og hlakka til þess tíma með liðinu,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia, í samtali við Vísi.
Danski handboltinn Tengdar fréttir „Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Það hafði enginn trú á okkur“ Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. 28. maí 2023 08:00