Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2023 10:44 Skipagöngunum er ætlað að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einhverri hættulegustu siglingaleið heims, veðravítinu og röstinni úti fyrir Stað milli Álasunds og Bergen. Kystverket Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. Í fréttatilkynningu sjávarútvegs- og hafráðherra Noregs, Bjørnar Skjæran, segir að kostnaðaráætlanir vegna skipaganganna hafi hækkað verulega. Ríkisstjórnin hafi því falið hafnamálastofnun, Kystverket, að leita leiða til að lækka kostnað áður en farið verður með verkefnið á ný til Stórþingsins við fjárlagagerð fyrir árið 2024. Ráðherrann segir að þegar Stórþingið samþykkti skipagöngin vorið 2021 hafi verið miðað við kostnaðarramma uppá 4.090 milljónir norskra króna, sem svarar 51,5 milljörðum íslenskra króna. Innan þess ramma hafi endanlegur kostnaður verið áætlaður 3.450 milljónir norskra króna, eða 43,5 milljarðar íslenskra. Hönnun skipaganganna miðar við að þau verði 1,7 kílómetrar að lengd, 36 metrar á breidd og 50 metrar á hæð en þar af verður þriðjungurinn undir sjávarmáli.KYSTVERKET/SNØHETTA, PLOMP Í uppfærðri kostnaðar- og óvissugreiningu hafi áætlaður kostnaður aukist úr 3.450 milljónum norskra króna í 5.652 milljónir, eða um 64 prósent. Kostnaðarrammi hafi hækkað úr 4.090 milljónum í 7.132 milljónir norskra króna, eða um 74 prósent. Hækkanirnar eru sagðar skýrast meðal annars af almennum verðhækkunum í byggingargeiranum og við framkvæmdir en einnig vegna þess að gera verði ráð fyrir meiri óvissu í kostnaðaráætlunum. Ákveðið hefur verið að fresta vinnu við eignarnám lands og fasteigna þar til Kystverket hefur yfirfarið kostnað við framkvæmdina og ríkisstjórnin lagt fjárlagafrumvarp sitt fyrir Stórþingið vegna ársins 2024. Við fjárlagagerðina í fyrra lagðist SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, gegn skipagöngunum, en hann ver ríkisstjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins falli. Stjórnarflokkarnir og SV náðu þá samkomulagi um að veita 76 milljónum norskra, eða um 950 milljónum íslenskra, til verksins. Við gangamunna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og úr göngunum. Færa á veginn um ströndina upp fyrir gangamunnann.STAD SKIPSTUNNEL Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar núna að fresta skipagöngunum hefur vakið hörð viðbrögð úr nærliggjandi strandbyggðum. Þannig segir talsmaður atvinnulífsins í bænum Måløy, Rolf Domstein, að skýringarnar séu aðeins fyrirsláttur. Búið sé að tefja verkið nóg og hvetur hann til þess að það verði nú þegar boðið út, þá fyrst sjáist kostnaðurinn. Hann segir að kostnaðarhækkanir eigi ekki aðeins við um skipagöngin heldur nái til allra samgönguframkvæmda í Noregi. „Það er fyrst þegar þú færð tilboð frá verktökum sem þú getur sagt til um hvað Stað-skipagöngin munu kosta,“ segir hann og rifjar upp að allir flokkar nema einn hafi samþykkt þau í Stórþinginu. Það sé vart fundið verkefni sem betur hafi verið rannsakað. Í frétt Stöðvar 2 í fyrra kom fram að undirbúningur útboðs væri hafinn. Þar mátti sjá myndskeið af skipagöngunum: Hér má sjá skipstjóra æfa sig í siglingahermi að sigla um göngin: Noregur Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Í fréttatilkynningu sjávarútvegs- og hafráðherra Noregs, Bjørnar Skjæran, segir að kostnaðaráætlanir vegna skipaganganna hafi hækkað verulega. Ríkisstjórnin hafi því falið hafnamálastofnun, Kystverket, að leita leiða til að lækka kostnað áður en farið verður með verkefnið á ný til Stórþingsins við fjárlagagerð fyrir árið 2024. Ráðherrann segir að þegar Stórþingið samþykkti skipagöngin vorið 2021 hafi verið miðað við kostnaðarramma uppá 4.090 milljónir norskra króna, sem svarar 51,5 milljörðum íslenskra króna. Innan þess ramma hafi endanlegur kostnaður verið áætlaður 3.450 milljónir norskra króna, eða 43,5 milljarðar íslenskra. Hönnun skipaganganna miðar við að þau verði 1,7 kílómetrar að lengd, 36 metrar á breidd og 50 metrar á hæð en þar af verður þriðjungurinn undir sjávarmáli.KYSTVERKET/SNØHETTA, PLOMP Í uppfærðri kostnaðar- og óvissugreiningu hafi áætlaður kostnaður aukist úr 3.450 milljónum norskra króna í 5.652 milljónir, eða um 64 prósent. Kostnaðarrammi hafi hækkað úr 4.090 milljónum í 7.132 milljónir norskra króna, eða um 74 prósent. Hækkanirnar eru sagðar skýrast meðal annars af almennum verðhækkunum í byggingargeiranum og við framkvæmdir en einnig vegna þess að gera verði ráð fyrir meiri óvissu í kostnaðaráætlunum. Ákveðið hefur verið að fresta vinnu við eignarnám lands og fasteigna þar til Kystverket hefur yfirfarið kostnað við framkvæmdina og ríkisstjórnin lagt fjárlagafrumvarp sitt fyrir Stórþingið vegna ársins 2024. Við fjárlagagerðina í fyrra lagðist SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, gegn skipagöngunum, en hann ver ríkisstjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins falli. Stjórnarflokkarnir og SV náðu þá samkomulagi um að veita 76 milljónum norskra, eða um 950 milljónum íslenskra, til verksins. Við gangamunna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og úr göngunum. Færa á veginn um ströndina upp fyrir gangamunnann.STAD SKIPSTUNNEL Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar núna að fresta skipagöngunum hefur vakið hörð viðbrögð úr nærliggjandi strandbyggðum. Þannig segir talsmaður atvinnulífsins í bænum Måløy, Rolf Domstein, að skýringarnar séu aðeins fyrirsláttur. Búið sé að tefja verkið nóg og hvetur hann til þess að það verði nú þegar boðið út, þá fyrst sjáist kostnaðurinn. Hann segir að kostnaðarhækkanir eigi ekki aðeins við um skipagöngin heldur nái til allra samgönguframkvæmda í Noregi. „Það er fyrst þegar þú færð tilboð frá verktökum sem þú getur sagt til um hvað Stað-skipagöngin munu kosta,“ segir hann og rifjar upp að allir flokkar nema einn hafi samþykkt þau í Stórþinginu. Það sé vart fundið verkefni sem betur hafi verið rannsakað. Í frétt Stöðvar 2 í fyrra kom fram að undirbúningur útboðs væri hafinn. Þar mátti sjá myndskeið af skipagöngunum: Hér má sjá skipstjóra æfa sig í siglingahermi að sigla um göngin:
Noregur Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30