Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 4-2 | Heimamenn sigldu sigrinum heim undir lok leiks Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:30 Hallgrímur Mar var á skotskónum. Vísir/Hulda Margrét KA sigraði Fram 4-2 í 9. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. KA menn höfðu fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð án þess að skora mark og sigurinn því virkilega kærkominn. KA lyftir sér upp fyrir HK í 5. sæti í töflunni en hefur þó spilað leik meira. Fram áfram í 9. sæti deildarinnar. Þónokkur vindur var á Akureyri í dag sem setti smá strik í reikninginn. Liðin komust lítið áleiðis í upphafi leiks og nokkur hálffæri litu dagsins ljós. Á 25. mínútu kom fyrsta alvöru færi leiksins þegar Framar útfærðu skyndisókn frábærlega og fyrirgjöf frá vinstri meðfram jörðinni endaði hjá Aroni Jóhannssyni inn á teignum sem skaut í fyrsta beint á markið, Jajalo í marki KA skutlaði sér en skildi aðra höndina eftir og bjargaði marki með henni. Tveimur mínútum síðar sóttu KA menn hratt og Hrannar Björn fékk boltann utarlega hægri megin í teignum en skot hans fór rétt fram hjá hægri stönginni. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 33. mínútu þegar Fred Saraiva fékk sendingu inn á teiginn og átti fasta sendingu fyrir markið en boltinn rúllaði alla leiðina í fjærstöngina og hrökk af stönginni og í Guðmund áður en hann endaði í netinu. Skondið mark en Fram komið í forystu. Einungis tveimur mínútum seinna gerðist Óskar Jónsson sekur um brot innan eigin vítateigs en hann straujaði þá Hallgrím Mar um leið og hann sparkaði í boltann og vítaspyrna réttilega dæmd. Hallgrímur steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn tvö færi sem Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði frábærlega í bæði skiptin. Fyrsti átti Kristoffer Paulsen skot inn á teig eftir horn sem var á leiðinni í vinkilinn fjær áður en Ólafur skutlaði sér fyrir boltann. Daníel Hafsteinsson átti svo fastan skalla eftir góða fyrirgjöf þar sem Ólafur var aftur vel á verði. Staðan 1-1 í hálfleik. Á 51. mínútu fengu KA menn hornspyrnu og Hallgrímur Mar spyrnti boltanum inn á teig þar sem Bjarni Aðalsteinsson reist hæst og skallaði boltann í netið af þónokkru færi. Boltinn fór yfir nokkra leikmenn og í raun ótrúlegt en enginn hafi náð að komast fyrir boltann en KA menn komnir í 2-1 forystu. Einungis fjórum mínútum síðar fékk Fram vítaspyrnu þegar Hrannar Björn Steingrímsson hljóp utan í Má Ægisson innan teig. Fred Saraiva tók spyrnuna og skoraði örugglega. Þórir Guðjónsson kom inn á sem varamaður fyrir Fram og var óheppinn að skora ekki þegar hann setti löppina í boltann eftir skot frá samherja. Jajalo var lagstur í hitt hornið en boltinn lak fram hjá stönginni og leikar enn jafnir. Á 85. mínútu tóku heimamenn forystu á nýjan leik þegar Þorri Mar átti fast skot í átt að marki sem fór í varamanninn Jakob Snæ Árnason og breytti um stefnu og endaði í netinu. Á þriðju mínútu uppbótartíman kláraði Jakob Snær leikinn endanlega þegar hann batt endann á góða skyndisókn KA. Framarar voru komnir nær allir fram að reyna jafna þegar Hallgrímur Mar átti góða sendingu upp völlinn á Harley Willard sem gerði vel og kom boltanum á Jakob sem kláraði færið sitt vel. Lokatölur 4-2 KA í vil. Af hverju vann KA? Leikurinn var nokkuð jafn og staðan var enn 2-2 á 85. mínútu. KA menn nýttu færin sín undir lok leiks og voru meira að reyna sækja sigurinn heldur en Framarar og uppskáru samkvæmt því. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Aðalsteinsson skoraði og átti mjög góðan leik á miðjunni í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti og átti stoðsendingu eftir horn og er alltaf mikilvægur í leik KA. Hjá Fram stóðu Fred Saraiva og Már Ægisson upp úr. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir en hlutlausir aðilar gleðjast alltaf yfir sex marka leik. Hvað gerist næst? KA fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni föstudaginn 2. júní kl. 18:00. Fram fær Keflavík í heimsókn sama dag kl. 19:15. Gott fyrir sálina að fá sigur Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta var mikilvægt fyrir okkur og frábært að við náum að skora fjögur mörk og klára þennan leik því þetta var erfiður leikur, jafn leikur, og var stundum kaflaskipt hvort liðið var yfir í leiknum og það er bara frábært að koma til baka hérna á heimavelli eftir að við lendum undir og aftur smá högg í 2-2 þannig bara gríðarlega ánægður með liðið”, sagði Hallgrímur eftir sigur dagsins. KA hefur ekki tekist að skora mark í síðustu þremur leikjum sínum sem allir hafa tapast en boltinn fór fjórum sinnum í netið í dag. „Við töluðum um það að við vildum fara meira inn í boxið og þá kannski opnast aðeins til baka og Fram spilar þannig bolta að þeir eru svolítið opnir líka þannig þetta var svona svolítið opinn leikur og bara gríðarlega ánægðir að þetta datt okkar megin. Hugarfarið var gott, menn voru að leggja sig fram, margt sem við þurfum að vinna í og mér fannst við gefa þeim of mikið af færum á okkur en klárlega gott fyrir sálina að fá sigur og auðveldara að halda áfram.” Jakob Snær Árnason kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja og fjórða mark KA í dag eftir að staðan var jöfn 2-2. „Jakob er bara frábær, við erum með breiðan hóp og hann er búinn að vera meiddur að bíða eftir tækifærinu, og það er akkúrat svona sem menn eiga að gera þegar menn koma inn á; komið inn á og sýnið að þið eigið að fá fleiri mínútur. Hann er bara duglegur og skoraði tvö mörk og það er frábært.” Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, var í leikbanni í síðasta leik og spilaði ekki í dag vegna meiðsla. „Ívar er góður leikmaður en hann er ekki ómissandi. Hann er bara með smá aftan í læri og reikna með að hann verði klár í næsta leik.” Ef þú færð á þig alltaf þrjú og fjögur mörk er ansi erfitt að vinna leiki Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki fengið neitt úr leiknum þegar lið hans tapaði 4-2 fyrir KA á Akureyri í dag.Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki fengið neitt úr leiknum þegar lið hans tapaði 4-2 fyrir KA á Akureyri í dag. „Súrt tap náttúrulega. Mér fannst í fyrri hálfleiknum KA sterkari en staðan 1-1 í hálfleik og svo komast þeir yfir en mér fannst við töluvert sterkari í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiginlega vera með leikinn þegar við jöfnum og vera líklegri að setja þriðja markið en því miður kom það hinu megin. Maður á eftir að sjá þetta aftur en maður hefði viljað sjá betri varnarleik í þriðja markinu og fjórða markið svo sem skiptir ekki máli í uppbótartímanum og menn voru að reyna eitthvað en fengu það í andlitið bara.” Leikurinn var opinn og skemmtilegur sem sést best á því að sex mörk litu dagsins ljós. „Þessi lið hafa verið að spila hörku leiki þessi tvö ár, í fyrra og svona núna þessi leikur, þannig KA liðið er bara mjög öflugt lið og erfitt við að eiga þannig örugglega finnst þeim þeir eiga inni einhver stig sem þeir hafa ekki náð hingað til en hafa líka verið að spila á móti kannski erfiðum liðum. Bara hörku leikur og súrt að fá ekkert út úr honum því miður.” Hvað tekur Jón jákvætt úr leiknum? „Fullt af góðum hlutum en ef þú færð á þig alltaf þrjú og fjögur mörk er ansi erfitt að vinna leiki og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða en sóknarlega fínir og sköpum fullt og erum að komast í góðar stöður en hann vildi bara ekki inn boltinn þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir og ágætis færi. Við verðum bara að halda áfram, það er bara næsti leikur, ekkert öðruvísi.” Besta deild karla KA Fram
KA sigraði Fram 4-2 í 9. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. KA menn höfðu fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð án þess að skora mark og sigurinn því virkilega kærkominn. KA lyftir sér upp fyrir HK í 5. sæti í töflunni en hefur þó spilað leik meira. Fram áfram í 9. sæti deildarinnar. Þónokkur vindur var á Akureyri í dag sem setti smá strik í reikninginn. Liðin komust lítið áleiðis í upphafi leiks og nokkur hálffæri litu dagsins ljós. Á 25. mínútu kom fyrsta alvöru færi leiksins þegar Framar útfærðu skyndisókn frábærlega og fyrirgjöf frá vinstri meðfram jörðinni endaði hjá Aroni Jóhannssyni inn á teignum sem skaut í fyrsta beint á markið, Jajalo í marki KA skutlaði sér en skildi aðra höndina eftir og bjargaði marki með henni. Tveimur mínútum síðar sóttu KA menn hratt og Hrannar Björn fékk boltann utarlega hægri megin í teignum en skot hans fór rétt fram hjá hægri stönginni. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 33. mínútu þegar Fred Saraiva fékk sendingu inn á teiginn og átti fasta sendingu fyrir markið en boltinn rúllaði alla leiðina í fjærstöngina og hrökk af stönginni og í Guðmund áður en hann endaði í netinu. Skondið mark en Fram komið í forystu. Einungis tveimur mínútum seinna gerðist Óskar Jónsson sekur um brot innan eigin vítateigs en hann straujaði þá Hallgrím Mar um leið og hann sparkaði í boltann og vítaspyrna réttilega dæmd. Hallgrímur steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn tvö færi sem Ólafur Íshólm, markmaður Fram, varði frábærlega í bæði skiptin. Fyrsti átti Kristoffer Paulsen skot inn á teig eftir horn sem var á leiðinni í vinkilinn fjær áður en Ólafur skutlaði sér fyrir boltann. Daníel Hafsteinsson átti svo fastan skalla eftir góða fyrirgjöf þar sem Ólafur var aftur vel á verði. Staðan 1-1 í hálfleik. Á 51. mínútu fengu KA menn hornspyrnu og Hallgrímur Mar spyrnti boltanum inn á teig þar sem Bjarni Aðalsteinsson reist hæst og skallaði boltann í netið af þónokkru færi. Boltinn fór yfir nokkra leikmenn og í raun ótrúlegt en enginn hafi náð að komast fyrir boltann en KA menn komnir í 2-1 forystu. Einungis fjórum mínútum síðar fékk Fram vítaspyrnu þegar Hrannar Björn Steingrímsson hljóp utan í Má Ægisson innan teig. Fred Saraiva tók spyrnuna og skoraði örugglega. Þórir Guðjónsson kom inn á sem varamaður fyrir Fram og var óheppinn að skora ekki þegar hann setti löppina í boltann eftir skot frá samherja. Jajalo var lagstur í hitt hornið en boltinn lak fram hjá stönginni og leikar enn jafnir. Á 85. mínútu tóku heimamenn forystu á nýjan leik þegar Þorri Mar átti fast skot í átt að marki sem fór í varamanninn Jakob Snæ Árnason og breytti um stefnu og endaði í netinu. Á þriðju mínútu uppbótartíman kláraði Jakob Snær leikinn endanlega þegar hann batt endann á góða skyndisókn KA. Framarar voru komnir nær allir fram að reyna jafna þegar Hallgrímur Mar átti góða sendingu upp völlinn á Harley Willard sem gerði vel og kom boltanum á Jakob sem kláraði færið sitt vel. Lokatölur 4-2 KA í vil. Af hverju vann KA? Leikurinn var nokkuð jafn og staðan var enn 2-2 á 85. mínútu. KA menn nýttu færin sín undir lok leiks og voru meira að reyna sækja sigurinn heldur en Framarar og uppskáru samkvæmt því. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Aðalsteinsson skoraði og átti mjög góðan leik á miðjunni í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti og átti stoðsendingu eftir horn og er alltaf mikilvægur í leik KA. Hjá Fram stóðu Fred Saraiva og Már Ægisson upp úr. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir en hlutlausir aðilar gleðjast alltaf yfir sex marka leik. Hvað gerist næst? KA fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni föstudaginn 2. júní kl. 18:00. Fram fær Keflavík í heimsókn sama dag kl. 19:15. Gott fyrir sálina að fá sigur Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara gríðarlega vel. Þetta var mikilvægt fyrir okkur og frábært að við náum að skora fjögur mörk og klára þennan leik því þetta var erfiður leikur, jafn leikur, og var stundum kaflaskipt hvort liðið var yfir í leiknum og það er bara frábært að koma til baka hérna á heimavelli eftir að við lendum undir og aftur smá högg í 2-2 þannig bara gríðarlega ánægður með liðið”, sagði Hallgrímur eftir sigur dagsins. KA hefur ekki tekist að skora mark í síðustu þremur leikjum sínum sem allir hafa tapast en boltinn fór fjórum sinnum í netið í dag. „Við töluðum um það að við vildum fara meira inn í boxið og þá kannski opnast aðeins til baka og Fram spilar þannig bolta að þeir eru svolítið opnir líka þannig þetta var svona svolítið opinn leikur og bara gríðarlega ánægðir að þetta datt okkar megin. Hugarfarið var gott, menn voru að leggja sig fram, margt sem við þurfum að vinna í og mér fannst við gefa þeim of mikið af færum á okkur en klárlega gott fyrir sálina að fá sigur og auðveldara að halda áfram.” Jakob Snær Árnason kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja og fjórða mark KA í dag eftir að staðan var jöfn 2-2. „Jakob er bara frábær, við erum með breiðan hóp og hann er búinn að vera meiddur að bíða eftir tækifærinu, og það er akkúrat svona sem menn eiga að gera þegar menn koma inn á; komið inn á og sýnið að þið eigið að fá fleiri mínútur. Hann er bara duglegur og skoraði tvö mörk og það er frábært.” Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, var í leikbanni í síðasta leik og spilaði ekki í dag vegna meiðsla. „Ívar er góður leikmaður en hann er ekki ómissandi. Hann er bara með smá aftan í læri og reikna með að hann verði klár í næsta leik.” Ef þú færð á þig alltaf þrjú og fjögur mörk er ansi erfitt að vinna leiki Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki fengið neitt úr leiknum þegar lið hans tapaði 4-2 fyrir KA á Akureyri í dag.Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki fengið neitt úr leiknum þegar lið hans tapaði 4-2 fyrir KA á Akureyri í dag. „Súrt tap náttúrulega. Mér fannst í fyrri hálfleiknum KA sterkari en staðan 1-1 í hálfleik og svo komast þeir yfir en mér fannst við töluvert sterkari í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiginlega vera með leikinn þegar við jöfnum og vera líklegri að setja þriðja markið en því miður kom það hinu megin. Maður á eftir að sjá þetta aftur en maður hefði viljað sjá betri varnarleik í þriðja markinu og fjórða markið svo sem skiptir ekki máli í uppbótartímanum og menn voru að reyna eitthvað en fengu það í andlitið bara.” Leikurinn var opinn og skemmtilegur sem sést best á því að sex mörk litu dagsins ljós. „Þessi lið hafa verið að spila hörku leiki þessi tvö ár, í fyrra og svona núna þessi leikur, þannig KA liðið er bara mjög öflugt lið og erfitt við að eiga þannig örugglega finnst þeim þeir eiga inni einhver stig sem þeir hafa ekki náð hingað til en hafa líka verið að spila á móti kannski erfiðum liðum. Bara hörku leikur og súrt að fá ekkert út úr honum því miður.” Hvað tekur Jón jákvætt úr leiknum? „Fullt af góðum hlutum en ef þú færð á þig alltaf þrjú og fjögur mörk er ansi erfitt að vinna leiki og það er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða en sóknarlega fínir og sköpum fullt og erum að komast í góðar stöður en hann vildi bara ekki inn boltinn þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir og ágætis færi. Við verðum bara að halda áfram, það er bara næsti leikur, ekkert öðruvísi.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti