Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. maí 2023 16:21 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“ Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39
Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39
Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28