Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2023 13:08 Starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum víða á landsbyggðinni leggur niður störf á morgun. Trúnaðarmaður óttast allsherjarverkfall í sumar. Vísir/Tryggvi Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda. Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína. Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína.
Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira