Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2023 11:31 Balti ræddi við Völu Matt um svæðið í Gufunesinu. Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu. Vala Matt hitti þau bæði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þarna er sannarlega vandað til verka. Húsin eru einstaklega falleg og hönnun öll nútímaleg og innréttingar flottar. Í Gufunesi er Balti að stækka kvikmyndaver Reykjavík Studios og skrifstofuhúsnæðið hjá honum er eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi og þó víðar væri leitað. „Ég hef haft augastað á þessu svæði alveg frá því að ég var að taka hérna upp bíómynd árið 2004. Þetta var kallað ruslahaugur þá en fyrir mér var þetta perla á ruslahaug með einstaklega fallegri strönd og útsýnið hérna er algjörlega magnað,“ segir Baltasar sem ákvað árið 2015 að opna kvikmyndastúdíó á alþjóðlegum mælikvarða og fékk borgina með sér í lið. Iðnaðarlegt og ósjarmerandi „Ég barðist síðan fyrir því að hér yrði byggð einnig. Ég hef mikið unnið í kvikmyndaverum erlendis eins og í London þar sem fólk þarf að ferðast í upp í einn og hálfan tíma í vinnuna, fram og til baka. Þar er þetta svo ósjarmerandi umhverfi, svo iðnaðarlegt og síðan þegar ég fór í eftirvinnsluna þá var ég alltaf í Soho í London þar sem mín uppáhalds kaffihús eru og það er mun meira skapandi umhverfi.“ Hann segir að nálægt við miðborgina frá Gufunesinu skipti einnig miklu máli. „Þetta er bara tíu mínútur, korter frá fimm stjörnu hótelum sem er mjög óvenjulegt og því sá ég fyrir mér blómlegt mannlíf og kreatíft andrúmsloft,“ segir Balti og vísar til þess að mjög stutt sé fyrir stórstjörnurnar að koma sér á hótel hér í Reykjavík við tökur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild þar sem Vala fær að sjá íbúðir sem eru í byggingu á svæðinu og framtíðar plönin í Gufunesinu. Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Vala Matt hitti þau bæði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þarna er sannarlega vandað til verka. Húsin eru einstaklega falleg og hönnun öll nútímaleg og innréttingar flottar. Í Gufunesi er Balti að stækka kvikmyndaver Reykjavík Studios og skrifstofuhúsnæðið hjá honum er eitt það flottasta sem sést hefur hér á landi og þó víðar væri leitað. „Ég hef haft augastað á þessu svæði alveg frá því að ég var að taka hérna upp bíómynd árið 2004. Þetta var kallað ruslahaugur þá en fyrir mér var þetta perla á ruslahaug með einstaklega fallegri strönd og útsýnið hérna er algjörlega magnað,“ segir Baltasar sem ákvað árið 2015 að opna kvikmyndastúdíó á alþjóðlegum mælikvarða og fékk borgina með sér í lið. Iðnaðarlegt og ósjarmerandi „Ég barðist síðan fyrir því að hér yrði byggð einnig. Ég hef mikið unnið í kvikmyndaverum erlendis eins og í London þar sem fólk þarf að ferðast í upp í einn og hálfan tíma í vinnuna, fram og til baka. Þar er þetta svo ósjarmerandi umhverfi, svo iðnaðarlegt og síðan þegar ég fór í eftirvinnsluna þá var ég alltaf í Soho í London þar sem mín uppáhalds kaffihús eru og það er mun meira skapandi umhverfi.“ Hann segir að nálægt við miðborgina frá Gufunesinu skipti einnig miklu máli. „Þetta er bara tíu mínútur, korter frá fimm stjörnu hótelum sem er mjög óvenjulegt og því sá ég fyrir mér blómlegt mannlíf og kreatíft andrúmsloft,“ segir Balti og vísar til þess að mjög stutt sé fyrir stórstjörnurnar að koma sér á hótel hér í Reykjavík við tökur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild þar sem Vala fær að sjá íbúðir sem eru í byggingu á svæðinu og framtíðar plönin í Gufunesinu.
Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira