Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Formaður VR segir galið að seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fólk á förnum vegi um efnahagsástandið.

Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristöllum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að þau verði öllum aðgengileg í framtíðinni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Fimmtán hundruð félagsmenn BSRB eru sem stendur í verkfalli víðs vegar um landið. Við kíkjum á samstöðufund sem fór fram í Mosfellsbæ í morgun.

Þá sjáum við myndir af sprengingu sem kom upp í flokkunarstöð Sorpu í dag en hana má rekja til rangrar flokkunar. Við kíkjum einnig á stærstu flugvél heims sem Air Atlanta hefur tekið í notkun og verðum í beinni frá stærsta sundknattleiksmóti sem haldið hefur verið hér á landi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×