Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 07:44 Félagsheimilið Ketilás í Fljótum, Árgarður í Steinstaðahverfi, Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð og Héðinsminni í gamla Akrahreppi eru fjögur þeirra tíu félagsheimila sem sveitarfélagið á að hluta eða að fullu. Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins. Skagafjörður Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður
Skagafjörður Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira