Grátklökkur Iniesta missti samninginn en ætlar ekki að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:30 Andres Iniesta hættir að spila með Vissel Kobe á miðju tímabili. AP/Kyodo News Andrés Iniesta hélt áfram að spila fótbolta þegar Barcelona tíminn var á enda og hann ætlar einnig að halda áfram að spila þótt að hann hafi misst samning sinn hjá japanska félaginu Vissel Kobe. Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023 Japan Fótbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023
Japan Fótbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira