Grátklökkur Iniesta missti samninginn en ætlar ekki að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:30 Andres Iniesta hættir að spila með Vissel Kobe á miðju tímabili. AP/Kyodo News Andrés Iniesta hélt áfram að spila fótbolta þegar Barcelona tíminn var á enda og hann ætlar einnig að halda áfram að spila þótt að hann hafi misst samning sinn hjá japanska félaginu Vissel Kobe. Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023 Japan Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Iniesta hélt blaðamannafund þar sem tilkynnt var að hann hafi komist að samkomulagi við félagið um að segja upp samningnum. Tímasetningin er sérstök enda er tímabilið í fullum gangi. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Iniesta er orðinn 39 ára gamall og hefur spilað með japanska félaginu frá 2018. Spænski miðjumaðurinn, sem var lengi í hópi þeirra bestu í heimi og tryggði spænska landsliðinu heimsmeistaratitilinn 2010, var grátklökkur á blaðamannafundinum. „Ég held að við höfum alltaf séð fyrir okkur að ég myndi enda feril minn hér. Það var ósk okkar allra,“ sagði Andrés Iniesta og vísar þá í fjölskyldu sína. Hiroshi Mikitani, eigandi Vissel Kobe, var líka á blaðamannafundinum. Það hefur stefnt í þetta þar sem Iniesta hefur lítið spilað með liðinu á þessu ári. Former Spain international Andres Iniesta will leave Vissel Kobe midway through the current J.League season, the Japanese club said on Thursday. https://t.co/oT2uqZN9UV— Reuters Sports (@ReutersSports) May 25, 2023 Iniesta spilaði 133 leiki fyrir Vissel Kobe og var með 26 mörk og 25 stoðsendingar í þeim. Hann hefur aftur á móti aðeins spilað í samtals 90 mínútur á árinu 2023. Spánverjinn ætlar samt ekki að hætta. Sá spænski hefur verið mikið á bekknum eða utan hóps á tímabilinu og ekki komist í byrjunarliðið í einum leik. Einu leikir hans í deildinni eru þrír leikir þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks. „Ég mun halda áfram að spila. Ég er spenntur og er tilbúinn að halda áfram. Þegar við lokum þessum hluta ferilsins þá verðum við að bíða og sjá hvaða tækifæri bjóðast,“ sagði Iniesta. Hann telur ekki líkur á því að hann endurnýi kynnin við Barcelona þar sem hans félagi á miðjunni í mörg ár, Xavi, ræður nú ríkjum. „Eins og ég hef sagt mörgum sinnum þá myndi ég elska að snúa aftur til Barcelona á einhverjum tímapunkti í mínu lífi en ég held að það sé enn langt í það. Fyrst og fremst þá vonast ég til þess að Xavi verði þjálfarinn í mörg ár því það væru góðar fréttir fyrir fótboltann,“ sagði Iniesta. Iniesta þurfti að þurrka tárin margoft á blaðamannafundinum alveg eins og þegar hann kvaddi Barcelona á sínum tíma. ! Andrés Iniesta will leave Vissel Kobe after 5 years in Japan! pic.twitter.com/UBRLpnSQ8R— Football Tweet (@Football__Tweet) May 25, 2023
Japan Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira