Mest hissa á að húsið hafi aldrei verið notað í bíómynd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 14:09 Húsið að Bjarkargrund hefur vakið mikla athygli en ætli innbúið hafi ekki vakið enn meiri athygli. Vísir Einbýlishús að Bjarkargrund 26 á Akranesi sem nú er á sölu hefur að sögn fasteignasala vakið gríðarlega athygli. Innréttingar, ljós og gólfefni eru upprunalegar frá því að húsið var byggt árið 1968 og er líkt og stigið sé inn í tímavél. Fasteignasalinn segir fólk mikið spyrja um innbúið. „Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði. Akranes Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
„Þetta er sannkallað retró hús,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali hjá Hákot í samtali við Vísi. Húsið var byggt árið 1968 og segir Daníel sömu eigendur hafa verið að húsinu allar götur síðan, þar til nú. Innréttingarnar minna hressilega á áttunda áratuginn, enda upp settar þá. „Þær eru gríðarlega vel farnar og það sést lítið sem ekkert á þeim og ekki heldur teppum á gólfinu,“ segir Daníel. Hann segir eigendurna fyrir nokkrum árum hafa ætlað að minnka við sig en hætt við, enda húsið þeim kærkomið. „Þá fékk ég einmitt mikið af fyrirspurnum frá fólki um innbúið. Einhverjir sem voru áhugasamir um að kaupa ljósin og hitt og þetta. Þetta var svona eins og góði hirðirinn í rauntíma,“ segir Daníel í gríni. Húsið er á einni hæð og fimm herbergi, eins og fram kemur á fasteignavef Vísis. Það er 139,6 fermetrar að stærð, auk þess sem 41,6 fermetra bílskúr fylgir húsinu. Samanlagt er eignin því 181,2 fermetrar og er uppsett verð 87,9 milljónir króna. Daníel segir mikinn áhuga hafa verið á húsinu og vel mætt á opið hús í gær. „Fólk var mest hissa á því að þetta hefði aldrei verið notað í bíómynd,“ segir Daníel hress í bragði.
Akranes Hús og heimili Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira