Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2023 12:12 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að stjórnvöld mættu auka aðhald sitt í ríkisfjármálum og aðilar vinnumarkaðrins ættu að gera hófsama langtíma kjarasamninga og leggjast þannig á sveif með Seðlabankanum til að ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína enn eina ferðina í morgun og nú um 1,25 prósentustig og eru þeir þá komnir í 8,75 prósent. Jafnframt hækkaði nefndin fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%, sem draga á úr útlánum bankanna. Í marsmánuði hækkaði Seðlabankinn einnig framlög viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr 2 prósentum í 2,5 prósent. Undanfarið hafa útlán til fyrirtækja aukist töluvert en hægt hefur á húsnæðismarkaðnum. Ásgeir Jónsson seðlabankastkóri segir Seðlabankann verða að bregðast við mikilli verðbólgu sem mældist 9,9 prósent í apríl. Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn muni ekki skorast undan því að hækka vexti allt þar til verðbólgunni verði náð niður.Vísir/Vilhelm „Það má alveg velta fyrir sér hver verðbólgan væri ef við hefðum ekki gert neitt. En það sem við höfum gert er ekki nóg og miðað við þær horfur sem eru núna þurfum við að gera betur. Við þurfum að hækka vexti. Við þurfum að stöðva þessa verðbólgu og tryggja að við náum sýnilegum árangri fyrir næstu kjarasamninga,“ segir Ásgeir. Það sem veldur verðbólgunni er mikil eftirspurn í hagkerfinu og verðhækkanir á innfluttum vörum ásamt viðvarandi miklum hækkunum á húsnæðisverði þótt hægt hafi á þeim. Þannig hefur verð á dagvöru hækkað um 12 prósent síðast liðna tólf mánuði. Mikill kraftur er í atvinnulífinu og eftirspurn eftir vinnuafi þannig að þúsundir manna hafa verið fluttir til landsins á sama tíma og skortur er á íbúðarhúsnæði. Seðlabankastjóri segir meðal annars þess vegna verði að herða taumhald peningastefnunnar. Verðbólguvæntingar eru enn mjög miklar og horfur varðandi verðbólgu og vexti dökkar ef stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins leggjast ekki á sveif með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna að mati peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka að hækka bindiskyldu bankanna. Að einhverju leyti til að takmarka svigrúm þeirra til að lána út. Við gætum stigið fleiri skref þar en við erum í rauninni að reyna að hægja á þessari þenslu. Það er mjög gott ef hjól atvinnulífsins snúast en þau meiga ekki fara að spóla, við skulum orða það þannig. Þess vegna erum við að grípa til þessara aðgerða,“ segir seðlabankastjóri. Stjórnvöd verði líka að auka sitt aðhald með minni útgjöldum og/eða hækkun skatta. Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til verðbólga gangi niður og að óbreyttum verðbólguspám þurfi að hækka vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í ágúst. Seðlabankastjóri segir síðustu kjarasamninga hafa verið vonbrigði enda laun hækkað umfram framleiðni. Miklu máli skipti að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði gerðir samningar til langs tíma. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að verkalýðsleiðtogar viðurkenni ábyrgð sína í þessu máli. Að þeir eru gerendur ekki áhorfendur. Það sem blasir við þeim er að það þarf að ná samningum sem tryggja verðstöðugleika og hjálpa okkur við þetta verkefni að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Sömuleiðis verði atvinnulífið að axla sína ábyrgð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína enn eina ferðina í morgun og nú um 1,25 prósentustig og eru þeir þá komnir í 8,75 prósent. Jafnframt hækkaði nefndin fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%, sem draga á úr útlánum bankanna. Í marsmánuði hækkaði Seðlabankinn einnig framlög viðskiptabankanna í svo kallaðan sveiflujöfnunarauka úr 2 prósentum í 2,5 prósent. Undanfarið hafa útlán til fyrirtækja aukist töluvert en hægt hefur á húsnæðismarkaðnum. Ásgeir Jónsson seðlabankastkóri segir Seðlabankann verða að bregðast við mikilli verðbólgu sem mældist 9,9 prósent í apríl. Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn muni ekki skorast undan því að hækka vexti allt þar til verðbólgunni verði náð niður.Vísir/Vilhelm „Það má alveg velta fyrir sér hver verðbólgan væri ef við hefðum ekki gert neitt. En það sem við höfum gert er ekki nóg og miðað við þær horfur sem eru núna þurfum við að gera betur. Við þurfum að hækka vexti. Við þurfum að stöðva þessa verðbólgu og tryggja að við náum sýnilegum árangri fyrir næstu kjarasamninga,“ segir Ásgeir. Það sem veldur verðbólgunni er mikil eftirspurn í hagkerfinu og verðhækkanir á innfluttum vörum ásamt viðvarandi miklum hækkunum á húsnæðisverði þótt hægt hafi á þeim. Þannig hefur verð á dagvöru hækkað um 12 prósent síðast liðna tólf mánuði. Mikill kraftur er í atvinnulífinu og eftirspurn eftir vinnuafi þannig að þúsundir manna hafa verið fluttir til landsins á sama tíma og skortur er á íbúðarhúsnæði. Seðlabankastjóri segir meðal annars þess vegna verði að herða taumhald peningastefnunnar. Verðbólguvæntingar eru enn mjög miklar og horfur varðandi verðbólgu og vexti dökkar ef stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins leggjast ekki á sveif með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna að mati peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm „Við erum líka að hækka bindiskyldu bankanna. Að einhverju leyti til að takmarka svigrúm þeirra til að lána út. Við gætum stigið fleiri skref þar en við erum í rauninni að reyna að hægja á þessari þenslu. Það er mjög gott ef hjól atvinnulífsins snúast en þau meiga ekki fara að spóla, við skulum orða það þannig. Þess vegna erum við að grípa til þessara aðgerða,“ segir seðlabankastjóri. Stjórnvöd verði líka að auka sitt aðhald með minni útgjöldum og/eða hækkun skatta. Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til verðbólga gangi niður og að óbreyttum verðbólguspám þurfi að hækka vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í ágúst. Seðlabankastjóri segir síðustu kjarasamninga hafa verið vonbrigði enda laun hækkað umfram framleiðni. Miklu máli skipti að í yfirstandandi kjaraviðræðum verði gerðir samningar til langs tíma. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að verkalýðsleiðtogar viðurkenni ábyrgð sína í þessu máli. Að þeir eru gerendur ekki áhorfendur. Það sem blasir við þeim er að það þarf að ná samningum sem tryggja verðstöðugleika og hjálpa okkur við þetta verkefni að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Sömuleiðis verði atvinnulífið að axla sína ábyrgð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02 Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. 23. maí 2023 12:02
Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. 22. maí 2023 13:01
Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21