Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2023 22:02 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra. Sigurjón Ólason Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. Sú stefnumörkun að fimmtíu milljarða króna jarðgöng undir Fjarðarheiði verði næst í röðinni er umdeild. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kom fram að dómsmálaráðherra vill fremur T-göng um Mjóafjörð. Þrenn göng sem kæmu saman í Mjóafirði telur Jón Gunnarsson þjóna best almannavörnum, heilbrigðisþjónustu og atvinnulífi Austurlands.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Jón segir að Fjarðarheiðargöng yrðu lengstu göng á Íslandi og mjög dýr vegna þess að öryggissjónarmið í svo löngum göngum séu miklu dýrari heldur en í styttri göngum. „Þannig kæmi kostnaðurinn út svipað, að taka í fyrsta áfanga þessi T-göng, það er að segja leiðina frá Seyðisfirði yfir í Mjóafjörð, upp á Hérað og yfir á Neskaupstað,“ segir ráðherrann. „Ég tel að þetta þurfi ekki að tefja framkvæmdir svo mikið fyrir austan. Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, var nú okkar helsti sérfræðingur á þessu sviði, og sagði mér að allar þær rannsóknir sem væri búið að vinna varðandi Fjarðarheiðargöng myndu nýtast ef hin leiðin væri farin vegna þess að fjöllin væru svona.. - þetta væri hægt að bera þetta saman. Ég tel að það eigi að hraða göngum fyrir austan. Ég tel það mjög mikilvægt og ég tel að það eigi að forgangsraða Fjarðaleiðina einmitt í dag, í þeirri stöðu sem ég er í, með tilliti til almannavarnasjónarmiða.“ Þennan valkost segir Jón að verði að skoða út frá öryggissjónarmiðum og telur að það hafi ekki verið gert í skýrslunni um Fjarðarheiðargöng á sínum tíma. Jón lagði fyrir ríkisstjórn síðastliðinn föstudag minnisblað Almannavarna þar sem þessi sjónarmið eru reifuð. Hann vísar bæði til aurflóðanna á Seyðisfirði fyrir tveimur árum en einnig til snjóflóðanna í Neskaupstað í lok marsmánaðar. „Núna í þessu tilfelli með snjóflóðin þá vorum við í vandræðum með að koma utanaðkomandi björgunarliði til Neskaupstaðar. Við fluttum björgunarlið flugleiðis til Egilsstaða. Þar sat það fast og komst ekkert áfram vegna snjóflóðahættu á Fagradal.“ Snjóflóðahætta á Fagradal hindraði utanaðkomandi björgunarsveitir í að komast í Neskaupstað þegar snjóflóðin féllu þar í lok marsmánaðar.Sigurjón Ólason Jón telur gangaþrennu um Mjóafjörð einnig betri fyrir samfélagið á Austfjörðum. „Fyrir byggðirnar er þetta líka miklu ríkari tenging í atvinnusvæðum og slíku. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að út frá svona heilbrigðissvæði, spítalinn er jú, héraðssjúkrahúsið er á Neskaupstað. Síðan er fólk að fara til vinnu í álverinu og laxeldi á milli fjarða. Þarna yrði komin bara í sjólínu tenging milli allra þessara svæða.“ Spurður hvort hann hafi rætt þetta við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra svarar Jón að Sigurður hafi verið meðvitaður um þetta sjónarmið. „Við höfum nú tekið spjall um þetta á ríkisstjórnarfundi áður en ég lagði fram minnisblaðið af því að ég gerði grein fyrir þessu sjónarmiði strax eftir þessa atburði fyrir austan. Og ég held að honum þyki þetta bara athyglisverður vinkill á þessu máli.“ Og Jón vill jafnframt hraða jarðgangagerð í öðrum landshlutum. „Bæði á Vestfjörðum, yfir á Súðavík, og við erum með frá Siglufirði yfir í Fljót. Það eru mörg verkefni sem bíða og þau þola ekkert mikla bið, þessi verkefni,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Ólík sjónarmið á Austurlandi um næstu jarðgöng í fjórðungnum voru rakin í þættinum Ísland í dag í síðasta mánuði: Samgöngur Almannavarnir Vegagerð Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð í Neskaupstað Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sú stefnumörkun að fimmtíu milljarða króna jarðgöng undir Fjarðarheiði verði næst í röðinni er umdeild. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kom fram að dómsmálaráðherra vill fremur T-göng um Mjóafjörð. Þrenn göng sem kæmu saman í Mjóafirði telur Jón Gunnarsson þjóna best almannavörnum, heilbrigðisþjónustu og atvinnulífi Austurlands.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Jón segir að Fjarðarheiðargöng yrðu lengstu göng á Íslandi og mjög dýr vegna þess að öryggissjónarmið í svo löngum göngum séu miklu dýrari heldur en í styttri göngum. „Þannig kæmi kostnaðurinn út svipað, að taka í fyrsta áfanga þessi T-göng, það er að segja leiðina frá Seyðisfirði yfir í Mjóafjörð, upp á Hérað og yfir á Neskaupstað,“ segir ráðherrann. „Ég tel að þetta þurfi ekki að tefja framkvæmdir svo mikið fyrir austan. Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, var nú okkar helsti sérfræðingur á þessu sviði, og sagði mér að allar þær rannsóknir sem væri búið að vinna varðandi Fjarðarheiðargöng myndu nýtast ef hin leiðin væri farin vegna þess að fjöllin væru svona.. - þetta væri hægt að bera þetta saman. Ég tel að það eigi að hraða göngum fyrir austan. Ég tel það mjög mikilvægt og ég tel að það eigi að forgangsraða Fjarðaleiðina einmitt í dag, í þeirri stöðu sem ég er í, með tilliti til almannavarnasjónarmiða.“ Þennan valkost segir Jón að verði að skoða út frá öryggissjónarmiðum og telur að það hafi ekki verið gert í skýrslunni um Fjarðarheiðargöng á sínum tíma. Jón lagði fyrir ríkisstjórn síðastliðinn föstudag minnisblað Almannavarna þar sem þessi sjónarmið eru reifuð. Hann vísar bæði til aurflóðanna á Seyðisfirði fyrir tveimur árum en einnig til snjóflóðanna í Neskaupstað í lok marsmánaðar. „Núna í þessu tilfelli með snjóflóðin þá vorum við í vandræðum með að koma utanaðkomandi björgunarliði til Neskaupstaðar. Við fluttum björgunarlið flugleiðis til Egilsstaða. Þar sat það fast og komst ekkert áfram vegna snjóflóðahættu á Fagradal.“ Snjóflóðahætta á Fagradal hindraði utanaðkomandi björgunarsveitir í að komast í Neskaupstað þegar snjóflóðin féllu þar í lok marsmánaðar.Sigurjón Ólason Jón telur gangaþrennu um Mjóafjörð einnig betri fyrir samfélagið á Austfjörðum. „Fyrir byggðirnar er þetta líka miklu ríkari tenging í atvinnusvæðum og slíku. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að út frá svona heilbrigðissvæði, spítalinn er jú, héraðssjúkrahúsið er á Neskaupstað. Síðan er fólk að fara til vinnu í álverinu og laxeldi á milli fjarða. Þarna yrði komin bara í sjólínu tenging milli allra þessara svæða.“ Spurður hvort hann hafi rætt þetta við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra svarar Jón að Sigurður hafi verið meðvitaður um þetta sjónarmið. „Við höfum nú tekið spjall um þetta á ríkisstjórnarfundi áður en ég lagði fram minnisblaðið af því að ég gerði grein fyrir þessu sjónarmiði strax eftir þessa atburði fyrir austan. Og ég held að honum þyki þetta bara athyglisverður vinkill á þessu máli.“ Og Jón vill jafnframt hraða jarðgangagerð í öðrum landshlutum. „Bæði á Vestfjörðum, yfir á Súðavík, og við erum með frá Siglufirði yfir í Fljót. Það eru mörg verkefni sem bíða og þau þola ekkert mikla bið, þessi verkefni,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Ólík sjónarmið á Austurlandi um næstu jarðgöng í fjórðungnum voru rakin í þættinum Ísland í dag í síðasta mánuði:
Samgöngur Almannavarnir Vegagerð Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð í Neskaupstað Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26