Lítið vitað um innihald þeirra vímuefna sem eru í umferð og þörf á efnagreiningu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 10:39 Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. einar árnason Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll að sögn sérfræðings. Lítið sé vitað um innihald þeirra sem eru í umferð hér á landi. Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30