Svandís í hvalnum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. maí 2023 11:30 Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Hvalveiðar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar