Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2023 10:41 Elfa Rún og Jónsi í Sigur Rós nota fiðlubogann í tónlist sinni þótt þau spili ekki á sama hljóðfærið. Hún spilar á fiðlu en Jóni notar fiðluboga á gítarinn. Debbie Hickey Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál. Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.
Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22