Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 22:52 Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn skjálfa á beinunum af ótta við formann Samfylkingarinnar. Það sjáist í skrifum Brynjars Níelssonar um hana. Vísir/Aðsend/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. „Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“ Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent