Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Máni Snær Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. maí 2023 20:03 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur sambandsins og BSRB í dag bar ekki árangur. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. „Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
„Aðilar hafa ekki náð saman þarna um ákveðin atriði sem er alvarlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við fréttastofu. Sambandið lagði fram tilboð síðastliðinn föstudag og vonaðist eftir því að það myndi brúa bilið sem er á milli samninganefndanna. „Við höfum ekki fengið jákvæð svör við því en vonumst eftir því að við finnum á þessu lausn.“ Rætt var við Heiðu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Hafna því að um jafnréttismál sé að ræða BSRB vill meina að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir í sömu störfum á sama vinnustað eru að fá. Heiða segir sambandið ekki vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að þessu, það geti ekki tekið undir þennan málflutning. „Við í rauninni höfnum því að þetta sé jafnréttismál en ef þau telja það þá höfum við hvatt þau til að fara með það fyrir dómstóla. Ef það reynist rétt hjá þeim þá auðvitað myndum við efna það sem dómstólar myndu komast að.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vakti athygli á því í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það að fara með málið fyrir dómstóla myndi taka tíma: „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ „Búin að bjóða núna mjög góð kjör“ Heiða Björg segir að BSRB hafi beðið sambandið um að taka upp gamlan samning og endursemja um hann. „Það er ekki gert í kjaraviðræðum. Við höfum gildan samning og efndum hann og nú tekur við nýr samningur, við semjum við um sextíu aðila og hver og einn samningur er sjálfstæður. Auðvitað bara tökum við það alvarlega að reyna að ná sátt og góðum kjörum og starfsaðstæðum fyrir okkar mikilvæga fólk.“ Sem fyrr segir lagði sambandið fram tilboð fyrir helgi sem BSRB hefur ekki samþykkt. Heiða segir sambandið hafa boðið stéttarfélaginu kjör sem séu „mjög góð“ að þeirra mati. „Við erum búin að bjóða núna mjög góð kjör, að okkur finnst, sambærileg við önnur störf. Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fyrst og fremst áherslu á það að sambærileg störf séu með sambærileg laun. Við erum búin að semja núna við Eflingu, gerðum það í síðustu viku, við erum búin að semja við BHM og við erum í samtali við Starfsgreinasambandið. Það gengur almennt vel og við þurfum bara að ná þessu í höfn með BSRB.“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52