Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 12:57 Jóhanna og barnsfaðir hennar eru í mikilli óvissu vegna verkfallanna. Ekki liggur fyrir hvort þau þurfi að taka sér veikindafrí, taka út sumarfrí eða launalaust leyfi til að vera heima með sonunum. Vísir Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna. Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna.
Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52
Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15
Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00