Náða blaðamanninn sem var tekinn úr Ryanair-vél Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 12:02 Raman Pratasevitsj þegar hvítrússnesk stjórnvöld trilluðu honum út á furðulegan blaðmannafund árið 2021. Þar lýsti hann iðrun sinni og þvertók fyrir að hafa verið beittur ofbeldi í haldi stjórnvalda. Stjórnarandstaðan er þess fullviss að hann hafi verið þvingaður til þeirra yfirlýsinga. Vísir/Getty Hvítrússnesk stjórnvöld náðuðu í dag Raman Pratasevitsj, blaða- og andófsmann, sem var handtekinn eftir að flugvél Ryanair sem hann ferðaðist í var neydd til að lenda í Minsk árið 2021. Pratasevitsj hafði verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ýmis meint brot. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneska ríkisútvarpinu að Pratasevitsj hafi skrifað undir öll tilskilin gögn til þess að hljóta náðun. „Ég er ótrúlega þakklátur landinu og auðvitað forsetanum persónulega fyrir þessa ákvörðun. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir,“ á hann að hafa sagt. Pratasevitsj var dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi, að skipuleggja óeirðir og að meiða æru Alexanders Lúkasjenka forseta fyrr í þessum mánuði. Handtaka Pratasevitsj vakti heimsathygli fyrir tveimur árum. Hann var um borð í flugvél Ryanair á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk yfirvöld skipuðu flugmönnunum að lenda í Minsk vegna meintrar sprenguhótunar. Þegar vélin lenti var Pratasevitsj og Sofia Sapega, kærasta hans, leidd út og handtekin. Evrópusambandið beitti Hvítrússa refsiaðgerðum eftir handtökuna. Vestrænir ráðamenn sökuðu stjórn Lúkasjenka forseta um að ræna flugvélinni. Pratasevitsj var látinn játa þátttöku í mótmælum gegn ríkisstjórninni og ráðabrugg um að steypa Lúkasjenka af stóli með tárin í augunum í myndbandsupptöku sem var sýnd í ríkisfjölmiðlum. Stjórnarandstöðuleiðtogar sem eru í útlegð segja að Pratasevitsj hafi verið þvingaður til að játa. Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Raman Pratasevitsj og Sofiu Sapega.Vísir/EPA Framseld til Rússlands Tveir fyrrverandi samstarfsmenn Pratasevitsj hjá fréttaveitunni Nexta sem fjallaði ítarlega um fjöldamótmælin gegn Lúkasjenka eftir umdeildar kosningar árið 2020 voru dæmdir í tuttugu og nítján ára fangelsi að þeim fjarstöddum á dögunum. Nexta var lýst hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum í fyrra. Sapega var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að æsa til mótmælanna gegn stjórnvöldum í fyrra. Hún er rússneskur ríkisborgari og féllust stjórnvöld í Minsk á að framselja hana til Rússlands í síðasta mánuði, að sögn rússneska fréttavefsins Meduza. Eftir að Sapega var dæmd í maí í fyrra birtust skilaboð í nafni Pratasevitsj á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem því var haldið fram að þau væru löngu skilin að skiptum og að hann væri giftur annarri konu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að það sé rétt eða hvort að Pratasevitsj hafi skrifað það af fúsum og frjálsum vilja. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27 Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneska ríkisútvarpinu að Pratasevitsj hafi skrifað undir öll tilskilin gögn til þess að hljóta náðun. „Ég er ótrúlega þakklátur landinu og auðvitað forsetanum persónulega fyrir þessa ákvörðun. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir,“ á hann að hafa sagt. Pratasevitsj var dæmdur í fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi, að skipuleggja óeirðir og að meiða æru Alexanders Lúkasjenka forseta fyrr í þessum mánuði. Handtaka Pratasevitsj vakti heimsathygli fyrir tveimur árum. Hann var um borð í flugvél Ryanair á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilníusar í Litháen þegar hvítrússnesk yfirvöld skipuðu flugmönnunum að lenda í Minsk vegna meintrar sprenguhótunar. Þegar vélin lenti var Pratasevitsj og Sofia Sapega, kærasta hans, leidd út og handtekin. Evrópusambandið beitti Hvítrússa refsiaðgerðum eftir handtökuna. Vestrænir ráðamenn sökuðu stjórn Lúkasjenka forseta um að ræna flugvélinni. Pratasevitsj var látinn játa þátttöku í mótmælum gegn ríkisstjórninni og ráðabrugg um að steypa Lúkasjenka af stóli með tárin í augunum í myndbandsupptöku sem var sýnd í ríkisfjölmiðlum. Stjórnarandstöðuleiðtogar sem eru í útlegð segja að Pratasevitsj hafi verið þvingaður til að játa. Mótmælandi við hvítrússneska sendiráðið í Riga í Lettlandi heldur á teiknuðum myndum af Raman Pratasevitsj og Sofiu Sapega.Vísir/EPA Framseld til Rússlands Tveir fyrrverandi samstarfsmenn Pratasevitsj hjá fréttaveitunni Nexta sem fjallaði ítarlega um fjöldamótmælin gegn Lúkasjenka eftir umdeildar kosningar árið 2020 voru dæmdir í tuttugu og nítján ára fangelsi að þeim fjarstöddum á dögunum. Nexta var lýst hryðjuverkasamtök af stjórnvöldum í fyrra. Sapega var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að æsa til mótmælanna gegn stjórnvöldum í fyrra. Hún er rússneskur ríkisborgari og féllust stjórnvöld í Minsk á að framselja hana til Rússlands í síðasta mánuði, að sögn rússneska fréttavefsins Meduza. Eftir að Sapega var dæmd í maí í fyrra birtust skilaboð í nafni Pratasevitsj á samfélagsmiðlinum Telegram þar sem því var haldið fram að þau væru löngu skilin að skiptum og að hann væri giftur annarri konu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að það sé rétt eða hvort að Pratasevitsj hafi skrifað það af fúsum og frjálsum vilja.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27 Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. 3. maí 2023 13:27
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38