Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 20:31 Geimfararnir fjórir um borð í Dragon-geimfari SpaceX. Axiom Space Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs. Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs.
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira