Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 20:31 Geimfararnir fjórir um borð í Dragon-geimfari SpaceX. Axiom Space Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs. Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Peggy Whitson, fyrrverandi geimfari Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), leiðir hópinn en geimferðin ber titilinn Ax-2. Enginn Bandaríkjamaður hefur varið meiri tíma í geimnum en Whitson. Húnhætti hjá NASA árið 2018 en hún hefur varið 665 dögum á braut um jörðu. Með henni fer John Shoffner, sem keypti sér sæti um borð í geimfarinu og þau Ali Alqarni og Rayyanah Barnawi, frá Sádi-Arabíu. Þau síðarnefndu verða þau fyrstu frá Sádi-Arabíu sem fara til geimstöðvarinnar en konungsfjölskylda landsins borgaði farmiða þeirra. Hópurinn á að verja tíu dögum í geimstöðinni og eiga þau meðal annars að taka þátt í rannsóknarstarfi og ræða við nemendur á jörðu niðri. Þau munu einnig verja tíma með þeim sjö geimförum sem eru þegar um borð í geimstöðinni. Frekari upplýsingar um hópinn og verkefni hans má finna hér á vef Axiom. Skotglugginn svokallaðist opnast klukkan 21:37 í kvöld. Hann er ekki opinn lengi og ef ekki verður hægt að skjóta hópnum út í geim í kvöld opnast hann aftur annað kvöld klukkan 21:14. Samkvæmt SpaceX er útlitið fyrir geimskotið í kvöld þó gott, í það minnsta hvað varðar veður. Útlitið er ekki jafn bjart fyrir annað kvöld. SpaceX mun í næsta mánuði skjóta nýjum sólarrafhlöðum til geimstöðvarinnar og verður ekki hægt að reyna aftur að skjóta Ax-2 á loft fyrr en eftir það. Horfa má á geimskotið, ef af því verður, í spilaranum hér að neðan. Það á að fara fram klukkan 21: 37. Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Axiom Space sendir ferðamenn til geimstöðvarinnar en ekki liggur fyrir hver verðmiðinn fyrir slíka ferð er. Í frétt SpaceFlightNow er vísað í innri rannsakanda NASA sem hefur áætlað að sæti um borð í Dragon-geimfarinu kosti um 55 milljónir fyrir geimfara NASA. Í báðum ferðunum hafa forsvarsmenn NASA sett það skilyrði að hóparnir eigi að vera leiddir af vönum atvinnugeimförum. Forsvarsmenn Axiom eru stórhuga og hafa sett sér það markmið að byggja geimstöð á braut um jörðina. Fyrst á hún að vera hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að losa hana svo frá geimstöðinni árið 2028. Þá vonast forsvarsmenn Axiom til þess hluti geimstöðvarinnar verði kvikmyndatökuveri þar sem hægt verði að taka upp kvikmyndir, tónlist, íþróttaviðburði og annarskonar sjónvarpsefni. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Upprunalega átti til að skjóta hópnum út í geim fyrr í mánuðinum en tafir hafa orðið á geimferðaáætlun NASA og SpaceX vegna tæknilegra vandræða og veðurs.
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira