Myndu bjóða Gylfa velkominn í Grindavík Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 19:57 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélags Grindavíkur, segir félagið ekki hafa rætt við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins. Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti