Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 08:00 Úkraínskir hermenn skjóta úr fallbyssu nærri Bakhmut. AP/Libkos Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. Verkfræðingar rússneska hersins og stórskotalið eru meðal þeirra deilda hans sem reynst hafa hvað best í innrásinni. Þessar sömu deildir eru líklegar til að reynast Úkraínumönnum verulega erfiðar að eiga við þegar kemur að væntanlegri gagnsókn þeirra. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Skýrslan ber nafnið „Hakkavél: Taktík Rússa á öðru ári innrásar þeirra í Úkraínu“. Áhugasamir geta fundið hana og lesið hér á vef RUSI. Bestu hermennirnir fallnir Skýrslan hefst á því að síðasta ár hafi reynst herafla Rússlands hræðilegt. Slæm þjálfun, slæmt skipulag og ónægur herafli hafi meðal annars leitt til þess að margir af hæfustu og reyndustu hermönnum Rússlands féllu og Rússar misstu mikið af sínum nýjustu og bestu vopnakerfum og hergögnunum. Þá hafi vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínu verið umfangsmiklar og rússneskir hermenn eru að kljást við vopnakerfi sem þeir hafa ekki mætt áður. Samhliða þessu hafi Rússar gert umfangsmiklar breytingar á því hvernig rússneski herinn berst og lagað hann betur að átökunum í austurhluta Úkraínu. Misstu mikið af skrið- og bryndrekum Rússar hafa misst mikið magn skrið- og bryndreka. Skriðdrekar eru sjaldan notaðir til að reyna að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna og eru þess í stað notaðir sem nokkurskonar stórskotalið með því að skjóta á skotgrafir og varðstöðvar Úkraínumanna. Í upphafi innrásarinnar skorti Rússa hefðbundið fótgöngulið en rússneska hernum var þá skipt upp í deildir sem á rússnesku kallast „batal'onnaya takticheskaya gruppa“ eða BTG. Þær eru samansettar af skriðdrekum, fótgönguliði, stórskotaliði, loftvarnarkerfum og stuðningssveitum og eiga þær að geta starfað með nokkuð sjálfstæðum hætti. Sjá einnig: Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Þessar deildir reyndust þó svo undirmannaðar, samkvæmt sérfræðingum í málefnum rússneska hersins, að vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi. Síðan þá hafa Rússar gert miklar breytingar á því hvernig skriðdrekar eru notaðir, eins og fram kemur hér að ofan. Þá hafa þeir einnig gert endurbætur á mörgum skriðdrekum þeirra til að gera Úkraínumönnum erfiðara að granda þeim með eldflaugum sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum. Sendir fram í einnota sveitum Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fótgönguliðs Rússa. Sveitum hefur verið skipt niður í smærri einingar og Rússar nota mikið af fótgönguliði þar sem menn eru beinlínis taldir einnota. Mennirnir sem skipa þessar sveitir koma úr þremur áttum. Þeir eru kvaðmenn frá yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu, fangar frá Rússlandi og lítið þjálfaðir rússneskir kvaðmenn. Þessar sveitir eru illa búnar og Úkraínumenn segja meðlimi þeirra oft á fíkniefnum. Menn þessara einnota sveita eru iðulega sendir fyrst gegn varnarlínum Úkraínumanna og í smáum bylgjum. Úkraínumenn segjast hafa séð þessa menn skotna af eigin mönnum við undanhald. Þegar úkraínskir verjendur eru þreyttir, mögulega búnir með skotfæri sín og búið að skjóta á þá með stórskotaliði eru betur búnir og betur þjálfaðir rússneskir hermenn sendir. Einnota sveitir eru einnig, samkvæmt RUSI, notaðar til að grafa skurðgrafir á opnum svæðum, þar sem hægt er að skjóta á þá. Vanari og betur búnir hermenn verða fyrir mun minna mannfalli en þessar sveitir. Sérfræðingar RUSI segir þó flesta rússneska hermenn eiga við slæman baráttuhug að etja. Rússneskir hermenn í skrúðgöngu í Moskvu þann 9. maí.AP/Alexander Zemlianichenko Konungur orrustunnar Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið snúa að því að stytta boðleiðir milli hermanna á víglínunni og stórskotaliðs, svo Rússar eru fljótari að bregðast við hreyfingum og vörnum Úkraínumanna. Þar að auki eru rússneskt stórskotalið orðið betra í því að skjóta nokkrum sprengikúlum, og skipta svo um stað, áður en Úkraínumenn geta áttað sig á hvaðan skotin koma og svarað skothríðinni. Þetta hefur dregið úr mannfalli meðal rússnesks stórskotaliðs, samkvæmt skýrslu RUSI. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að bættur viðbragðstími rússnesks stórskotaliðs muni líklegast reynast Úkraínumönnum erfiður á komandi vikum. Það sama á við jarðsprengjur. Rússar eru sagðir hafa komið fyrir gífurlegu magni jarðsprengja í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna. Frá jarðarför úkraínsks hermanns í Kænugarði. Oleksandr Khmil féll í átökum nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.Getty/Roman Pilipey Drónum flogið í þúsundatali Sérfræðingar RUSI segja Rússa búna umfangsmiklum vörnum gegn drónum, sem hafa reynst drjúgir í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn nota sérstaklega mikið af drónum til eftirlits og árása. Hugveitan áætlar að Úkraínumenn missi um tíu þúsund dróna á mánuði en flestir þeirra eru líklegast hefðbundnir drónar sem hægt er að kaupa hvar sem er. Jack Watling, einn höfunda skýrslunnar, segir dróna notaða víðsvegar um 1.200 kílómetra langa víglínuna í Úkraínu og að hver úkraínsk flokksdeild (e. Platoon) sé yfirleitt með tvo virka dróna. Rússar noti þá einnig í miklu magni. Auk þess að nota þá til eftirlits eru breyttir drónar notaðir til að varpa sprengjum á óvini og til þess að finna skotmörk fyrir stórskotalið. Hefðbundnir drónar eru einnig hlaðnir sprengjum og þeim flogið á skotmörk eins og skrið- og bryndreka þar sem þeir eru sprengdir í loft upp. So, it is quite easy to get to 323 lost per day. But the numbers are also extremely variable. More skilled pilots lose far fewer UAVs. UAVs in artillery units that can plan their routes, can work down the seams in the electromagnetic spectrum where infantry units can t. 7/17— Jack Watling (@Jack_Watling) May 19, 2023 Staðbundnar og skilvirkari loftvarnir Loftvarnir Rússar eru sömuleiðis orðnar skilvirkari eftir að víglínur Úkraínu hættu að hreyfast eins mikið og áður en þær hafa lítið sem ekkert hreyfst í allan vetur. Það hefur gert Rússum kleift að staðsetja loftvarnarkerfi betur og láta þau vinna betur saman. Úkraínumenn segja Rússum hafa tekist að skjóta niður svokallaðar GMLRS eldflaugar sem skotið er úr HIMARS-eldflaugakerfunum. Það sama virðist eiga við með Úkraínumenn en rússneskir flugmenn hætta sér ekki inn fyrir yfirráðasvæði Úkraínumanna. Þess í stað fljúga þeir að því og skjóta eldflaugum eða varpa sprengjum sem svifið geta allt að sjötíu kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Úkraínumenn fengu svo nýverið langdrægari stýriflaugar sem kallast Storm Shadow frá Bretum, og eiga von á fleirum frá Frökkum. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Nýju stýriflaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að endurtaka leikinn og þvinga Rússa til að endurskipuleggja birgðaflutninganet sín á nýjan leik. Mikilvægt að koma víglínunni á hreyfingu Í samantekt skýrslu RUSI segir að þó margar af breytingunum á Rússneska hernum hafi bætt hann, séu þær flestar til komnar vegna galla sem voru fyrir. Rússneski herinn sé orðinn betri í að bregðast við vandræðum og göllum en forsvarsmenn hans eigi erfitt með að sjá mögulegar hættur og vinna forvarnarstarf. Stórskotalið hefur reynst Rússum vel og með því að nota mikið magn skotfæra hafa Rússar getað vegað upp á móti þeim göllum sem eru á rússneska hernum. RUSI segir Rússa þó hafa skotið fleiri sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama eigi við hlaup í stórskotaliðsvopn. Þau þola takmarkaðan fjölda skota og Rússar hafa einnig notað þau hraðar en þeir geta framleitt þau. Ein stærsta ógnin sem Úkraínumenn standa frammi fyrir er samkvæmt sérfræðingum RUSI sú að annað ríki aðstoði Rússa með því að framleiða fyrir þá skotfæri og hlaup. Höfundar skýrslunnar segja rússneski herinn sé öflugur tálmi í vegi gagnsóknar Úkraínumanna. Takist þeim síðarnefndu hins vegar að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og koma víglínunum aftur á hreyfingu, muni Rússar líklega missa mest allt skipulag. Mikilvægt sé að bakhjarlar Úkraínu láti ekki af stuðningnum. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Verkfræðingar rússneska hersins og stórskotalið eru meðal þeirra deilda hans sem reynst hafa hvað best í innrásinni. Þessar sömu deildir eru líklegar til að reynast Úkraínumönnum verulega erfiðar að eiga við þegar kemur að væntanlegri gagnsókn þeirra. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Skýrslan ber nafnið „Hakkavél: Taktík Rússa á öðru ári innrásar þeirra í Úkraínu“. Áhugasamir geta fundið hana og lesið hér á vef RUSI. Bestu hermennirnir fallnir Skýrslan hefst á því að síðasta ár hafi reynst herafla Rússlands hræðilegt. Slæm þjálfun, slæmt skipulag og ónægur herafli hafi meðal annars leitt til þess að margir af hæfustu og reyndustu hermönnum Rússlands féllu og Rússar misstu mikið af sínum nýjustu og bestu vopnakerfum og hergögnunum. Þá hafi vopnasendingar Vesturlanda til Úkraínu verið umfangsmiklar og rússneskir hermenn eru að kljást við vopnakerfi sem þeir hafa ekki mætt áður. Samhliða þessu hafi Rússar gert umfangsmiklar breytingar á því hvernig rússneski herinn berst og lagað hann betur að átökunum í austurhluta Úkraínu. Misstu mikið af skrið- og bryndrekum Rússar hafa misst mikið magn skrið- og bryndreka. Skriðdrekar eru sjaldan notaðir til að reyna að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna og eru þess í stað notaðir sem nokkurskonar stórskotalið með því að skjóta á skotgrafir og varðstöðvar Úkraínumanna. Í upphafi innrásarinnar skorti Rússa hefðbundið fótgöngulið en rússneska hernum var þá skipt upp í deildir sem á rússnesku kallast „batal'onnaya takticheskaya gruppa“ eða BTG. Þær eru samansettar af skriðdrekum, fótgönguliði, stórskotaliði, loftvarnarkerfum og stuðningssveitum og eiga þær að geta starfað með nokkuð sjálfstæðum hætti. Sjá einnig: Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Þessar deildir reyndust þó svo undirmannaðar, samkvæmt sérfræðingum í málefnum rússneska hersins, að vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi. Síðan þá hafa Rússar gert miklar breytingar á því hvernig skriðdrekar eru notaðir, eins og fram kemur hér að ofan. Þá hafa þeir einnig gert endurbætur á mörgum skriðdrekum þeirra til að gera Úkraínumönnum erfiðara að granda þeim með eldflaugum sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum. Sendir fram í einnota sveitum Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi fótgönguliðs Rússa. Sveitum hefur verið skipt niður í smærri einingar og Rússar nota mikið af fótgönguliði þar sem menn eru beinlínis taldir einnota. Mennirnir sem skipa þessar sveitir koma úr þremur áttum. Þeir eru kvaðmenn frá yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu, fangar frá Rússlandi og lítið þjálfaðir rússneskir kvaðmenn. Þessar sveitir eru illa búnar og Úkraínumenn segja meðlimi þeirra oft á fíkniefnum. Menn þessara einnota sveita eru iðulega sendir fyrst gegn varnarlínum Úkraínumanna og í smáum bylgjum. Úkraínumenn segjast hafa séð þessa menn skotna af eigin mönnum við undanhald. Þegar úkraínskir verjendur eru þreyttir, mögulega búnir með skotfæri sín og búið að skjóta á þá með stórskotaliði eru betur búnir og betur þjálfaðir rússneskir hermenn sendir. Einnota sveitir eru einnig, samkvæmt RUSI, notaðar til að grafa skurðgrafir á opnum svæðum, þar sem hægt er að skjóta á þá. Vanari og betur búnir hermenn verða fyrir mun minna mannfalli en þessar sveitir. Sérfræðingar RUSI segir þó flesta rússneska hermenn eiga við slæman baráttuhug að etja. Rússneskir hermenn í skrúðgöngu í Moskvu þann 9. maí.AP/Alexander Zemlianichenko Konungur orrustunnar Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið snúa að því að stytta boðleiðir milli hermanna á víglínunni og stórskotaliðs, svo Rússar eru fljótari að bregðast við hreyfingum og vörnum Úkraínumanna. Þar að auki eru rússneskt stórskotalið orðið betra í því að skjóta nokkrum sprengikúlum, og skipta svo um stað, áður en Úkraínumenn geta áttað sig á hvaðan skotin koma og svarað skothríðinni. Þetta hefur dregið úr mannfalli meðal rússnesks stórskotaliðs, samkvæmt skýrslu RUSI. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að bættur viðbragðstími rússnesks stórskotaliðs muni líklegast reynast Úkraínumönnum erfiður á komandi vikum. Það sama á við jarðsprengjur. Rússar eru sagðir hafa komið fyrir gífurlegu magni jarðsprengja í aðdraganda væntanlegrar gagnsóknar Úkraínumanna. Frá jarðarför úkraínsks hermanns í Kænugarði. Oleksandr Khmil féll í átökum nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.Getty/Roman Pilipey Drónum flogið í þúsundatali Sérfræðingar RUSI segja Rússa búna umfangsmiklum vörnum gegn drónum, sem hafa reynst drjúgir í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn nota sérstaklega mikið af drónum til eftirlits og árása. Hugveitan áætlar að Úkraínumenn missi um tíu þúsund dróna á mánuði en flestir þeirra eru líklegast hefðbundnir drónar sem hægt er að kaupa hvar sem er. Jack Watling, einn höfunda skýrslunnar, segir dróna notaða víðsvegar um 1.200 kílómetra langa víglínuna í Úkraínu og að hver úkraínsk flokksdeild (e. Platoon) sé yfirleitt með tvo virka dróna. Rússar noti þá einnig í miklu magni. Auk þess að nota þá til eftirlits eru breyttir drónar notaðir til að varpa sprengjum á óvini og til þess að finna skotmörk fyrir stórskotalið. Hefðbundnir drónar eru einnig hlaðnir sprengjum og þeim flogið á skotmörk eins og skrið- og bryndreka þar sem þeir eru sprengdir í loft upp. So, it is quite easy to get to 323 lost per day. But the numbers are also extremely variable. More skilled pilots lose far fewer UAVs. UAVs in artillery units that can plan their routes, can work down the seams in the electromagnetic spectrum where infantry units can t. 7/17— Jack Watling (@Jack_Watling) May 19, 2023 Staðbundnar og skilvirkari loftvarnir Loftvarnir Rússar eru sömuleiðis orðnar skilvirkari eftir að víglínur Úkraínu hættu að hreyfast eins mikið og áður en þær hafa lítið sem ekkert hreyfst í allan vetur. Það hefur gert Rússum kleift að staðsetja loftvarnarkerfi betur og láta þau vinna betur saman. Úkraínumenn segja Rússum hafa tekist að skjóta niður svokallaðar GMLRS eldflaugar sem skotið er úr HIMARS-eldflaugakerfunum. Það sama virðist eiga við með Úkraínumenn en rússneskir flugmenn hætta sér ekki inn fyrir yfirráðasvæði Úkraínumanna. Þess í stað fljúga þeir að því og skjóta eldflaugum eða varpa sprengjum sem svifið geta allt að sjötíu kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Úkraínumenn fengu svo nýverið langdrægari stýriflaugar sem kallast Storm Shadow frá Bretum, og eiga von á fleirum frá Frökkum. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Nýju stýriflaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að endurtaka leikinn og þvinga Rússa til að endurskipuleggja birgðaflutninganet sín á nýjan leik. Mikilvægt að koma víglínunni á hreyfingu Í samantekt skýrslu RUSI segir að þó margar af breytingunum á Rússneska hernum hafi bætt hann, séu þær flestar til komnar vegna galla sem voru fyrir. Rússneski herinn sé orðinn betri í að bregðast við vandræðum og göllum en forsvarsmenn hans eigi erfitt með að sjá mögulegar hættur og vinna forvarnarstarf. Stórskotalið hefur reynst Rússum vel og með því að nota mikið magn skotfæra hafa Rússar getað vegað upp á móti þeim göllum sem eru á rússneska hernum. RUSI segir Rússa þó hafa skotið fleiri sprengikúlum en þeir geta framleitt og það sama eigi við hlaup í stórskotaliðsvopn. Þau þola takmarkaðan fjölda skota og Rússar hafa einnig notað þau hraðar en þeir geta framleitt þau. Ein stærsta ógnin sem Úkraínumenn standa frammi fyrir er samkvæmt sérfræðingum RUSI sú að annað ríki aðstoði Rússa með því að framleiða fyrir þá skotfæri og hlaup. Höfundar skýrslunnar segja rússneski herinn sé öflugur tálmi í vegi gagnsóknar Úkraínumanna. Takist þeim síðarnefndu hins vegar að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og koma víglínunum aftur á hreyfingu, muni Rússar líklega missa mest allt skipulag. Mikilvægt sé að bakhjarlar Úkraínu láti ekki af stuðningnum.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut. 16. maí 2023 11:21
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11