Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 14:10 Sighvatur GK-57 er í eigu Vísis hf. og gerður út frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september. Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september.
Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38