Sakar Þorgerði Katrínu um ítrekaðar rangfærslur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 12:38 Formaður Viðreisnar segir kúabændur í spennitreyju en framkvæmdastjórinn sakar hana um rangfærslur. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir umræðu um mjólkurverð á Íslandi einkennast af vanþekkingu, röngum tölum og jafnvel popúlisma. Hún segir formann Viðreisnar fara með endurteknar rangfærslur um málið. Mjólkurverð hafi hækkað minnst á Íslandi. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir að svo virðist vera sem íslensk mjólkurframleiðsla sé gerð að sameiginlegum óvini í umræðunni, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hafi leitt af sér með bættum ávinningi til neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Margrét skrifar grein um málið á Vísi og er tilefnið pistill Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem einnig birtist á Vísi þann 15. maí síðastliðinn. Þar gerði Þorgerður að umtalsefni frétt Ríkisútvarpsins af því að heildsöluverð á mjólkurafurðum hefði hækkað umfram verðbólgu undanfarin ár, á sama tíma og rekstrartekjur samvinnufélags mjólkurbænda hafi aukist um rúma fjóra milljarða króna. Segir bændur í spennitreyju Í grein sinni beinir Þorgerður spjótum sínum að verðlagsnefnd búvara sem Þorgerður segir að sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þorgerður segir núverandi fyrirkomulag halda bændum föstum í kerfi þar sem þeir séu ofurseldir makindalegum milliliðum, þar sem ríkið skapi umgjörð sem svipti bændurna tækifæri á því að uppskera í samræmi við eigið erfiði. Þá gerir Þorgerður fjögurra milljarða hagnað Auðhumlu, móðurfélags Mjólkursamsölunnar jafnframt að umtalsefni og segir um methagnað að ræða. Þorgerður segir Auðhumlu einnig búa við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð sé ákveðið af hinu opinbera í gegnum verðlagsnefnd búvara þar sem Auðhumla hafi í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. „Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn.“ Segir um að ræða rangfærslur ofan á rangfærslur Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Margrét Gísladóttir, segir grein Þorgerðar, gott dæmi um óvandað innlegg í umræðuna um mjólkurverð á Íslandi. Rangfærslurnar þar séu margar. Auðhumla hafi skilað hagnaði upp á 461 milljón krónur í fyrra sem hafi verið samdráttur um 50 prósent frá því á árinu áður. Þá sé það heldur ekki rétt sem Þorgerður haldi fram að Auðhumla hafi ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi, öllum sé það frjálst en Auðhumlu beri skylda til að safna allri mjólk sem óskað sé eftir. Margrét segir fullyrðingar Þorgerðar um að verðlagsnefnd búvara sé ríkisrekin nefnd sem ákveðið hvað Gunna og Jón borgi fyrir mjólk og ost, einnig rangar. „Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar.“ Bændur selji vörur þegar á frjálsum markaði Þá vísar Margrét til orða Þorgerðar um það að hún og Viðreisn treysti bændum til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. „Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að.“ Þannig sé seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra að sögn Margrétar. „Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér.“ Segir verðlagsnefnd hafa haldið aftur af hækkunum Þá segir Margrét að það sé vissulega rétt að smásöluverð mjólkurvara hafi hækkað um 12,1 prósent síðastliðnu tólf mánuði á meðan verðbólga hérlendis sé 9,9 prósent. Hún segir að halda megi því fram að verðlagsnefnd búvara hafi haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. „Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði.“ Margrét segir verð á helstu aðföngum sem þurfi til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi, sem skýri hækkanir á mjólkurvörum. „Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara.“ Landbúnaður Verðlag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir að svo virðist vera sem íslensk mjólkurframleiðsla sé gerð að sameiginlegum óvini í umræðunni, þrátt fyrir þá miklu hagræðingu sem núverandi fyrirkomulag hafi leitt af sér með bættum ávinningi til neytenda með lægra vöruverði og bænda með hærra afurðaverði. Margrét skrifar grein um málið á Vísi og er tilefnið pistill Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem einnig birtist á Vísi þann 15. maí síðastliðinn. Þar gerði Þorgerður að umtalsefni frétt Ríkisútvarpsins af því að heildsöluverð á mjólkurafurðum hefði hækkað umfram verðbólgu undanfarin ár, á sama tíma og rekstrartekjur samvinnufélags mjólkurbænda hafi aukist um rúma fjóra milljarða króna. Segir bændur í spennitreyju Í grein sinni beinir Þorgerður spjótum sínum að verðlagsnefnd búvara sem Þorgerður segir að sé „ríkisrekin nefnd sem ákveður hvað Gunna og Jón borga fyrir mjólk og ost inn á heimilið.“ Þorgerður segir núverandi fyrirkomulag halda bændum föstum í kerfi þar sem þeir séu ofurseldir makindalegum milliliðum, þar sem ríkið skapi umgjörð sem svipti bændurna tækifæri á því að uppskera í samræmi við eigið erfiði. Þá gerir Þorgerður fjögurra milljarða hagnað Auðhumlu, móðurfélags Mjólkursamsölunnar jafnframt að umtalsefni og segir um methagnað að ræða. Þorgerður segir Auðhumlu einnig búa við þá hagfelldu miðstýringu að mjólkurverð sé ákveðið af hinu opinbera í gegnum verðlagsnefnd búvara þar sem Auðhumla hafi í gegnum Mjólkursamsöluna ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi. „Íslenskur landbúnaður er framúrskarandi, en kerfið sem er sniðið utan um hann skeytir ekki um hagsmuni bænda né neytenda. Það eru milliliðir í einokunarstöðu sem tútna út á kostnað bænda og Gunnu og Jóns sem unnu sér fátt annað til saka en að versla í matinn.“ Segir um að ræða rangfærslur ofan á rangfærslur Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Margrét Gísladóttir, segir grein Þorgerðar, gott dæmi um óvandað innlegg í umræðuna um mjólkurverð á Íslandi. Rangfærslurnar þar séu margar. Auðhumla hafi skilað hagnaði upp á 461 milljón krónur í fyrra sem hafi verið samdráttur um 50 prósent frá því á árinu áður. Þá sé það heldur ekki rétt sem Þorgerður haldi fram að Auðhumla hafi ein rétt á því að safna mjólk á Íslandi, öllum sé það frjálst en Auðhumlu beri skylda til að safna allri mjólk sem óskað sé eftir. Margrét segir fullyrðingar Þorgerðar um að verðlagsnefnd búvara sé ríkisrekin nefnd sem ákveðið hvað Gunna og Jón borgi fyrir mjólk og ost, einnig rangar. „Verðlagsnefnd ákveður vissulega heildsöluverð á ákveðnum mjólkurvörum, byggt á verðhækkunum til bænda og rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði, en svo er það smásalans að ákveða álagningu og þar með endanlegt útsöluverð vörunnar.“ Bændur selji vörur þegar á frjálsum markaði Þá vísar Margrét til orða Þorgerðar um það að hún og Viðreisn treysti bændum til að selja sínar vörur og keppa innbyrðis á grundvelli gæða, markaðssetningar, upprunamerkinga, afhendingaröryggis, framþróunar og annars sem hinn frjálsi markaður hefur í för með sér. „Það er reyndar nákvæmlega það sem bændur eru að gera með því að reka sameiginlega félag sitt Auðhumlu, sem á svo 80% í Mjólkursamsölunni á móti Kaupfélagi Skagfirðinga, sem m.a. skagfirskir kúabændur eru aðilar að.“ Þannig sé seint hægt að tala um Auðhumlu og Mjólkursamsöluna sem milliliði því þessi fyrirtæki eru í eigu bændanna sjálfra að sögn Margrétar. „Það er synd að fyrrum landbúnaðarráðherra þekki málin ekki betur en umrædd grein ber með sér.“ Segir verðlagsnefnd hafa haldið aftur af hækkunum Þá segir Margrét að það sé vissulega rétt að smásöluverð mjólkurvara hafi hækkað um 12,1 prósent síðastliðnu tólf mánuði á meðan verðbólga hérlendis sé 9,9 prósent. Hún segir að halda megi því fram að verðlagsnefnd búvara hafi haldið aftur af verðhækkunum á mjólk hérlendis. „Sé litið til tímabilsins frá ársbyrjun 2020 og til dagsins í dag hefur verð til mjólkurframleiðenda hér á landi hækkað um 34,7% á meðan verð til danskra mjólkurframleiðenda hefur hækkað um 80% á sama tíma, þrátt fyrir að bændur beggja landa glími við kostnaðarhækkanir sama eðlis. Þá er það líka staðreynd að hvergi innan ESB hafa mjólkurvörur hækkað minna en á Íslandi sl. 12 mánuði.“ Margrét segir verð á helstu aðföngum sem þurfi til mjólkurframleiðslu hafa hækkað langt umfram verðbólgu á Íslandi, sem skýri hækkanir á mjólkurvörum. „Og það eru þær kostnaðarverðshækkanir sem verðlagsnefnd tekur mið af við ákvörðun á verði til bænda og hafa þar af leiðandi áhrif á heildsöluverð mjólkurvara.“
Landbúnaður Verðlag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira