Snorra hvergi að finna á lista helsta sérfæðings Dana: Þó eru þar tveir Íslendingar Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson hefur átt í viðræðum við GOG en hann er ekki á blaði hjá danska handboltasérfræðingnum Bent Nyegaard Vísir/Samsett mynd Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard kemur með ansi óvænt og fróðlegt innlegg inn í umræðuna hver eigi að taka við danska meistaraliði GOG í handbolta. Hann setur fram lista yfir þá þrjá erlendu þjálfara sem hann telur henta GOG vel, tveir Íslendingar eru þar á blaði. GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
GOG er nú í þjálfaraleit eftir að ljóst varð að Nicolej Krickau, núverandi þjálfari liðsins, myndi taka við stjórnartaumunum hjá þýska stórliðinu Flensburg að yfirstandandi tímabili loknu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals og fyrrum leikmaður GOG, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn GOG en einnig HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Snorri er ekki einn af þeim þremur erlendu þjálfurum sem Nyegaard setur fram sem bestu valkosti GOG. Nyegaard, sem þjálfaði á sínum tíma lið Fram og ÍR hér á landi og kenndi við Fjölbrautskólann í Breiðholti, telur að Íslendingarnir Aron Kristjánsson og Arnór Atlason séu tveir af þeim þremur bestu erlendu þjálfurum sem forsvarsmenn GOG gætu sótt. Hann setur fram sinn lista, yfir það hvaða erlendu þjálfara hann vill sjá hjá GOG, í samtali við TV2 Sport. „Aron Kristjánsson er stórt nafn þegar kemur að handbolta hér í Danmörku. Hér gerði hann garðinn frægan, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari,“ segir Nyegaard og bætir við. „Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa, bæði frá félags- og landsliðum og hefur sýnt það og sannað að hann getur þróað lið.“ Aron er sem stendur landsliðsþjálfari Barein. Aron KristjánssonGetty/Sven Hoppe Þá nefnir Nyegaard til sögunnar fyrrum íslenska landsliðsmanninn Arnór Atlason en í janúar fyrr á þessu ári sagði hann starfi sínu, sem þjálfari danska 21-árs landsliðsins lausu og á að taka við þjálfarastöðu hjá Holstebro í sumar. Þá hefur hann áður verið aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborg. „Arnór myndi passa fullkomlega inn í hugmyndafræði GOG. Á þessari stundu er hann að færa sig á milli starfa og hvort GOG geti keypt hann lausan frá Holstebro veit ég ekki.“ Arnór Atlason Vísir/Eva Björk Það er þó mat Nyegaard að Svisslendingurinn Andy Schmid sé besti erlendi þjálfarinn í starfið. Schmid er ennþá að spila og á að taka við svissneska landsliðinu frá árinu 2024. Andy SchmidVísir/Getty
Danski handboltinn Tengdar fréttir GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01 Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. 17. maí 2023 14:01
Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. 17. maí 2023 09:30
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05