Körfubolti

Murray gerði út um vonir Lakers í fjórða leik­hluta

Aron Guðmundsson skrifar
Jamal Murray sýndi mátt sinn og meginn í fjórða leikhluta gegn Los Angeles Lakers í nótt
Jamal Murray sýndi mátt sinn og meginn í fjórða leikhluta gegn Los Angeles Lakers í nótt Vísir/Getty

Den­ver Nug­gets er komið 2-0 yfir í ein­vígi sínu gegn Los Angeles Lakers í úr­slita­ein­vígi vestur­deildar NBA. Loka­tölur næturinnar 108-103, Den­ver í vil.

Það var Jamal Murray, leik­maður Den­ver Nug­gets, sem reyndist hetja liðsins í öðrum leiknum gegn Los Angeles Lakers, þrátt fyrir ekkert sér­staka fyrstu þrjá leik­hluta hjá honum.

Murray setti niður 14 stig í fyrstu þremur leik­hlutunum en það var í þeim fjórða sem hann hrökk í annan gír og setti niður 23 stig. Þá tók hann einnig niður 10 frá­köst í leiknum, gaf fimm stoð­sendingar og átti fjóra stolna bolta.

Lakers höfðu verið 11 stigum yfir í þriðja leik­hluta en Den­ver setti niður 20 af fyrstu 25 stigum fjórða leik­hlutans og tryggðu sér að lokum afar mikil­vægan sigur.

Aðrir at­kvæða­miklir leik­menn í leiknum voru þeir Nikola Jokic leik­maður Den­ver, með 23 stig, 17 frá­köst og 12 stoð­sendingar og Lebron James leik­maður Lakers með 22 stig, 9 frá­köst og 10 stoð­sendingar.

Liðin halda nú til Los Angeles og mætast í þriðja sinn að­fara­nótt sunnu­dags á Crypto.com leik­vanginum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×