Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 10:57 Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira