Alnæmi og guðfræðiváin Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. maí 2023 07:31 Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. Við þau tímamót er rétt að gera upp hvaða sár sitja eftir frá þeim tíma og hvað vel var gert í aðdraganda og við stofnun HIV Ísland, sem áður hétu alnæmissamtökin. Næstkomandi sunnudag verður haldin sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík en sú stund, HIV candlelight memorial service, hefur verið haldin árlega í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátt í 30 ár. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland hefur kallað eftir því að stjórnvöld biðji HIV jákvæða og aðstandendur þeirra afsökunar á framkomu í þeirra garð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun þar koma fram og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir mættu af hendi yfirvalda og almennings við upphaf faraldursins. Einar Þór segir „Ég er talsmaður þessa hóps. Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað. Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Kristin kirkja hefur jafnframt margt á samviskunni í garð þessa hóps og það er mikilvægt að gera upp það trúarofbeldi sem hinsegin fólk og HIV jákvæðir hafa þurft að þola í nafni kirkjunnar. Á heimasíðunni tímarit.is er að finna sársaukafullar greinar og ein slík, birt í Morgunblaðinu þann 14. apríl 1987, sýnir með sérlega skýrum hætti þá fordóma sem hinsegin fólk og HIV jákvæðir þurftu að þola hérlendis og þurfa enn á heimsvísu. Greinarhöfundur segir: „Alnæmi á það sameiginlegt með öðrum kynsjúkdómum að hann verður til vegna þess sem Biblían kallar forboðið kynlíf. Það er talið að alnæmi hafi borist til manna með samförum þeirra við skepnur í Afríku. Síðan breiðist sjúkdómurinn út aðallega meðal kynvillinga og þaðan til vændiskvenna og eiturlyfjaneytenda. Sjúkdómurinn er ennþá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða. Manninum er einfaldlega ætlað að lifa kynlífi með einni persónu af gagnstæðu kyni. Það þarf enga spekinga til að segja okkur að það kallist að vera „gagnkynhneigður“. Það er það eina sem manninum er eðlilegt. Allt annað er synd.“[i] Röksemdarfærsla þeirra sem ala á andúð í garð hinsegin fólks og skýla sér á bakvið guðstrú er alltaf á sömu leið: Guð elskar syndarann en hatar syndina, sem í þeirra augum eru hinsegin ástir. Ég hef bent á að Biblían bjóði með engum hætti upp á fordæmingu samkynhneigðar og jafnframt á mikilvægi þess að kalla þennan hatursboðskap réttum nöfnum, trúarofbeldi.[ii] Sá trúarleiðtogi á heimsvísu sem hefur með áhrifamestum hætti tengt saman fordæmingu á samkynhneigð og alnæmi er Billy Graham en hann sagði árið 1993: „Er alnæmi refsing Guðs? Ég get ekki verið viss, en ég trúi því.“[iii] Skömmu síðar dró hann að einhverju leiti í land með staðhæfingu sína en fordæming hans á hinsegin fólki lifir enn í hreyfingunni sem hann stofnaði og er í dag leidd af syni hans, Franklin Graham. Áhrifa þeirra hér á landi gætir enn. Tímaritið Bjarmi, sem gefið er út af Sambandi íslenskra Kristniboðsfélaga, hefur haldið boðskap þeirra mjög á lofti, síðast árið 2020.[iv] Kynlífssiðfræði Billy Graham birtist í sama tímariti árið 1989 undir yfirskriftinni: Alnæmi, samskipti kynjanna og Biblían.[v] Greinin hefst með orðunum „Nú um nokkurt skeið höfum við haft þungar áhyggjur vegna sjúkdóms sem kallaður er alnæmi eða eyðni.“ Í kjölfarið er lögð fram kynlífssiðfræði sem fordæmir alla kynlífshegðun aðra en „samband kristinna hjóna, karls og konu sem trúa á Jesúm Krist og elska hvort annað“ og í niðurlagi greinarinnar segir: „Öll erum við haldin sjúkdómi sem er alvarlegri en alnæmi. Sá sjúkdómur heitir synd.“ Franklin Graham heimsótti Ísland árið 2013 á svokallaðri Hátíð Vonar[vi] en komu hans og aðkomu biskups Íslands var mótmælt af fjölmörgum, bæði innan kirkju og utan, að mér meðtöldum.[vii] Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Uggvænlegust er þróunin í Úganda en þar hafa amerískir evangelistar átt beinan þátt í því að kynda undir hatur og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Heimildamyndin God Loves Uganda eða Guð elskar Úganda frá 2013,[viii] greinir með sláandi hætti frá því hvernig amerískir evangelistar hafa með beinum hætti ýtt undir fordóma í garð samkynhneigðra í landinu. Myndin, sem sópaði að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum, veitir innsýn í hugarheim bókstafshyggjumanna sem sjá Úganda sem fremstu víglínu í baráttu Guðs gegn samkynhneigðum og afleiðingum þess. Baráttan gegn alnæmi og glæpavæðing samkynhneigðar eru þar tengd órofaböndum.[ix] Sáttaferli felur annarsvegar í sér að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og hinsvegar að ofbeldi sé fordæmt. Einar Þór segir: „Það sem við erum að gera núna og viljum er að fólk kannist við það og segi í raun og veru ,fyrirgefðu‘. Alveg eins og að, það er enn lifandi fólk sem man eftir því þegar var verið að teyma fólk í burtu til að drepa það á stríðsárunum og allir sneru höfðinu til hliðar. Síðan er uppgjörið seinna meir, eins og við erum að gera núna, og þá er þetta sárt og erfitt. Ég vil vera miskunnsamur en við verðum að segja það og í því er fyrirgefning að það sé viðurkennt. Ég held að við hefðum öll gott af því í dag og mér finnst skorta upp á að fólk viðurkenni og horfi í eigin barm, geti beðist fyrirgefningar og verið miskunnsöm.“ Fríkirkjan í Reykjavík getur ekki talað fyrir hönd kristninnar en hún hefur staðið með ástinni og HIV jákvæðum í hartnær 30 ár og mun gera það áfram. Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. Við þau tímamót er rétt að gera upp hvaða sár sitja eftir frá þeim tíma og hvað vel var gert í aðdraganda og við stofnun HIV Ísland, sem áður hétu alnæmissamtökin. Næstkomandi sunnudag verður haldin sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík en sú stund, HIV candlelight memorial service, hefur verið haldin árlega í Fríkirkjunni í Reykjavík í hátt í 30 ár. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland hefur kallað eftir því að stjórnvöld biðji HIV jákvæða og aðstandendur þeirra afsökunar á framkomu í þeirra garð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun þar koma fram og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir mættu af hendi yfirvalda og almennings við upphaf faraldursins. Einar Þór segir „Ég er talsmaður þessa hóps. Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað. Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Kristin kirkja hefur jafnframt margt á samviskunni í garð þessa hóps og það er mikilvægt að gera upp það trúarofbeldi sem hinsegin fólk og HIV jákvæðir hafa þurft að þola í nafni kirkjunnar. Á heimasíðunni tímarit.is er að finna sársaukafullar greinar og ein slík, birt í Morgunblaðinu þann 14. apríl 1987, sýnir með sérlega skýrum hætti þá fordóma sem hinsegin fólk og HIV jákvæðir þurftu að þola hérlendis og þurfa enn á heimsvísu. Greinarhöfundur segir: „Alnæmi á það sameiginlegt með öðrum kynsjúkdómum að hann verður til vegna þess sem Biblían kallar forboðið kynlíf. Það er talið að alnæmi hafi borist til manna með samförum þeirra við skepnur í Afríku. Síðan breiðist sjúkdómurinn út aðallega meðal kynvillinga og þaðan til vændiskvenna og eiturlyfjaneytenda. Sjúkdómurinn er ennþá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða. Manninum er einfaldlega ætlað að lifa kynlífi með einni persónu af gagnstæðu kyni. Það þarf enga spekinga til að segja okkur að það kallist að vera „gagnkynhneigður“. Það er það eina sem manninum er eðlilegt. Allt annað er synd.“[i] Röksemdarfærsla þeirra sem ala á andúð í garð hinsegin fólks og skýla sér á bakvið guðstrú er alltaf á sömu leið: Guð elskar syndarann en hatar syndina, sem í þeirra augum eru hinsegin ástir. Ég hef bent á að Biblían bjóði með engum hætti upp á fordæmingu samkynhneigðar og jafnframt á mikilvægi þess að kalla þennan hatursboðskap réttum nöfnum, trúarofbeldi.[ii] Sá trúarleiðtogi á heimsvísu sem hefur með áhrifamestum hætti tengt saman fordæmingu á samkynhneigð og alnæmi er Billy Graham en hann sagði árið 1993: „Er alnæmi refsing Guðs? Ég get ekki verið viss, en ég trúi því.“[iii] Skömmu síðar dró hann að einhverju leiti í land með staðhæfingu sína en fordæming hans á hinsegin fólki lifir enn í hreyfingunni sem hann stofnaði og er í dag leidd af syni hans, Franklin Graham. Áhrifa þeirra hér á landi gætir enn. Tímaritið Bjarmi, sem gefið er út af Sambandi íslenskra Kristniboðsfélaga, hefur haldið boðskap þeirra mjög á lofti, síðast árið 2020.[iv] Kynlífssiðfræði Billy Graham birtist í sama tímariti árið 1989 undir yfirskriftinni: Alnæmi, samskipti kynjanna og Biblían.[v] Greinin hefst með orðunum „Nú um nokkurt skeið höfum við haft þungar áhyggjur vegna sjúkdóms sem kallaður er alnæmi eða eyðni.“ Í kjölfarið er lögð fram kynlífssiðfræði sem fordæmir alla kynlífshegðun aðra en „samband kristinna hjóna, karls og konu sem trúa á Jesúm Krist og elska hvort annað“ og í niðurlagi greinarinnar segir: „Öll erum við haldin sjúkdómi sem er alvarlegri en alnæmi. Sá sjúkdómur heitir synd.“ Franklin Graham heimsótti Ísland árið 2013 á svokallaðri Hátíð Vonar[vi] en komu hans og aðkomu biskups Íslands var mótmælt af fjölmörgum, bæði innan kirkju og utan, að mér meðtöldum.[vii] Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Uggvænlegust er þróunin í Úganda en þar hafa amerískir evangelistar átt beinan þátt í því að kynda undir hatur og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Heimildamyndin God Loves Uganda eða Guð elskar Úganda frá 2013,[viii] greinir með sláandi hætti frá því hvernig amerískir evangelistar hafa með beinum hætti ýtt undir fordóma í garð samkynhneigðra í landinu. Myndin, sem sópaði að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum, veitir innsýn í hugarheim bókstafshyggjumanna sem sjá Úganda sem fremstu víglínu í baráttu Guðs gegn samkynhneigðum og afleiðingum þess. Baráttan gegn alnæmi og glæpavæðing samkynhneigðar eru þar tengd órofaböndum.[ix] Sáttaferli felur annarsvegar í sér að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og hinsvegar að ofbeldi sé fordæmt. Einar Þór segir: „Það sem við erum að gera núna og viljum er að fólk kannist við það og segi í raun og veru ,fyrirgefðu‘. Alveg eins og að, það er enn lifandi fólk sem man eftir því þegar var verið að teyma fólk í burtu til að drepa það á stríðsárunum og allir sneru höfðinu til hliðar. Síðan er uppgjörið seinna meir, eins og við erum að gera núna, og þá er þetta sárt og erfitt. Ég vil vera miskunnsamur en við verðum að segja það og í því er fyrirgefning að það sé viðurkennt. Ég held að við hefðum öll gott af því í dag og mér finnst skorta upp á að fólk viðurkenni og horfi í eigin barm, geti beðist fyrirgefningar og verið miskunnsöm.“ Fríkirkjan í Reykjavík getur ekki talað fyrir hönd kristninnar en hún hefur staðið með ástinni og HIV jákvæðum í hartnær 30 ár og mun gera það áfram. Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun