Langþráðri niðurstöðu náð Stefán Vagn Stefánsson skrifar 17. maí 2023 07:01 Þau ánægjulegu tíðindi bárust seinni partinn í gær að sættir hafi náðst vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir á flugferðir. Á blaðamannafundi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra héldu í forsetabústaðnum kom fram að tekið verði tillit til séríslenskra aðstæðna og að Ísland muni hljóta undanþágur sem gildir til tveggja ára og hægt verði að deila á milli flugfélaga. Hér er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál Íslands frá því EES- samningurinn var tekin upp og íslensk stjórnvöld hafa verið vakin og sofin yfir því að tryggja að Ísland þurfi ekki að undirgangast íþyngjandi losunarskatt sem fyrirhugað var að leggja á flugleggi til og frá landinu. Ef þessum mikilvæga áfanga hefði ekki verið náð hefði verið fyrirséð að kostnaður vegna ferðalaga til og frá landinu hefði hækka umtalsvert, en við sem eyþjóð erum í ólíkri stöðu en flest önnur lönd í Evrópu. Við þurfum þó að draga úr olíunotkun Þrátt fyrir að þessu mikilvæga hagsmunamáli hafi verið náð höfum við en verk að vinna. Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum og þar er flugið ekki undanskilið. Stefnt er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Notkun olíu er helsti losunvaldurinn og fer 52% af allir olíunotkun Íslendinga í flug. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að hætta alfarið að nota olíu og unnið er allra leiða til þess. Eigi orkuskiptin að ganga upp er fyrirséð að finna þurfi aðra nýja græna endurnýjanlega orkugjafa í stað olíunnar. Rafeldsneytisframleiðsla Sá sem hér skrifar lagði í vetur fram þingsályktunartillögu um stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi en framleiðsla rafeldsneytis sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans, eru græn tækifæri sem bíða þess að vera nýtt. Rafeldsneyti má nýta í þyngri farartæki líkt og flugvélar og skip. Auk þess að framleiða endurnýjanlega orkugjafa til að fullnægja þörfum innan lands liggja einnig gríðarleg tækifæri í að hefja útflutning á rafeldsneyti. Framleiðsla á rafeldsneyti er kostnaðarsöm aðgerð en þótt framleiðsla á rafeldsneyti og sala sé í dag hlutfallslega lítil þá er áhugi fjárfesta mikill og það felast ákveðin tækifæri í því að fjármagna framleiðsluna þegar markaðir eru orðnir tryggir. Mikilvægi þess að Ísland geti orðið sjálfbært er kemur að öflun á rafeldsneyti er ótvírætt eins og núverandi ástand heimsmála sýnir svo rækilega. Sjálfbærni í orkuöflun er þjóðaröryggismál fyrir utan þá þjóðhagslegu hagsmuni sem af því hljótast að framleiða innlenda orkugjafa til notkunar í orkuskiptum Íslendinga. Framtíðartækifærin eru því mikil þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti og þetta styður við markmið okkar um orkusjálfstæði Íslands og öruggar samgöngur til og frá landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Loftslagsmál Fréttir af flugi Utanríkismál Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust seinni partinn í gær að sættir hafi náðst vegna fyrirhugaðrar löggjafar ESB um losunarheimildir á flugferðir. Á blaðamannafundi sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra héldu í forsetabústaðnum kom fram að tekið verði tillit til séríslenskra aðstæðna og að Ísland muni hljóta undanþágur sem gildir til tveggja ára og hægt verði að deila á milli flugfélaga. Hér er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál Íslands frá því EES- samningurinn var tekin upp og íslensk stjórnvöld hafa verið vakin og sofin yfir því að tryggja að Ísland þurfi ekki að undirgangast íþyngjandi losunarskatt sem fyrirhugað var að leggja á flugleggi til og frá landinu. Ef þessum mikilvæga áfanga hefði ekki verið náð hefði verið fyrirséð að kostnaður vegna ferðalaga til og frá landinu hefði hækka umtalsvert, en við sem eyþjóð erum í ólíkri stöðu en flest önnur lönd í Evrópu. Við þurfum þó að draga úr olíunotkun Þrátt fyrir að þessu mikilvæga hagsmunamáli hafi verið náð höfum við en verk að vinna. Ísland hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftlagsmálum og þar er flugið ekki undanskilið. Stefnt er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Notkun olíu er helsti losunvaldurinn og fer 52% af allir olíunotkun Íslendinga í flug. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um að hætta alfarið að nota olíu og unnið er allra leiða til þess. Eigi orkuskiptin að ganga upp er fyrirséð að finna þurfi aðra nýja græna endurnýjanlega orkugjafa í stað olíunnar. Rafeldsneytisframleiðsla Sá sem hér skrifar lagði í vetur fram þingsályktunartillögu um stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi en framleiðsla rafeldsneytis sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans, eru græn tækifæri sem bíða þess að vera nýtt. Rafeldsneyti má nýta í þyngri farartæki líkt og flugvélar og skip. Auk þess að framleiða endurnýjanlega orkugjafa til að fullnægja þörfum innan lands liggja einnig gríðarleg tækifæri í að hefja útflutning á rafeldsneyti. Framleiðsla á rafeldsneyti er kostnaðarsöm aðgerð en þótt framleiðsla á rafeldsneyti og sala sé í dag hlutfallslega lítil þá er áhugi fjárfesta mikill og það felast ákveðin tækifæri í því að fjármagna framleiðsluna þegar markaðir eru orðnir tryggir. Mikilvægi þess að Ísland geti orðið sjálfbært er kemur að öflun á rafeldsneyti er ótvírætt eins og núverandi ástand heimsmála sýnir svo rækilega. Sjálfbærni í orkuöflun er þjóðaröryggismál fyrir utan þá þjóðhagslegu hagsmuni sem af því hljótast að framleiða innlenda orkugjafa til notkunar í orkuskiptum Íslendinga. Framtíðartækifærin eru því mikil þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti og þetta styður við markmið okkar um orkusjálfstæði Íslands og öruggar samgöngur til og frá landi. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar