Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 1-1, og því er allt undir þegar liðin mætast á nýjan leik á Etihad-vellinum í kvöld.
Upphitun fyrir leikinn hefst á slaginu klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2 og við við skiptum niður á völl stundarfjórðung síðar. Að leik loknum verða Meistaradeildarmörkin svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.
Þá verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 og Bestu mörkin gera upp leiki gærdagsins á Stöð 2 Sport klukkan 21:35.