Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2023 21:56 Selfyssingar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. Selfoss tók á móti Tindastól í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Selfyssinga. Fyrsta mark leiksins skoraði Melissa Garcia fyrir Tindastól. Heimakonur settu svo þrjú mörk í kjölfarið, en þar var Katla María Þórðardóttir með tvö og Eva Lind Elíasdóttir með eitt. Þetta tap sendir Tindastól niður í neðsta sæti deildarinnar en Selfoss fer upp í sjöunda sæti. Leikurinn fór hægt af stað fyrir heimakonur sem voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Þá var Melissa Garcia á ferðinni fyrir gestina, en hún kom inn í liðið í fjarveru Hrafnhildar Björnsdóttur sem er að sinna lögreglustörfum á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Markið kom eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu á nærstöngina, Melissa gerði vel í að rífa sig lausa frá varnarmanninum og stangaði boltann í netið. Heimaliðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri fyrst um sinn, en héldu vel í boltann og ógnuðu gestunum alltaf. Það var svo á 36. mínútu leiksins sem Katla María jafnaði metin fyrir Selfoss. Tindastóll hafði þá reynt margsinnis að hreinsa boltann úr vítateig sínum eftir hornspyrnu. En boltinn fór ekki langt, Katla fær hann í fæturna rétt fyrir utan teig og tekur skot, sem leit í fyrstu út fyrir að vera sending. Boltinn skoppar hægt og rólega framhjá öllum í teignum og lekur svo loksins yfir línuna. Heimakonur búnar að jafna. Selfyssingar héldu sókn sinni áfram næstu mínútur og virtust mjög líklegar til að taka forystuna. Það gerðist svo rétt fyrir hálfleikshlé þegar Eva Lind Elíasdóttir skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf Barbáru Sólar á vinstri kantinum. Síðari hálfleikur hófst svo af krafti þegar Katla María Þórðardóttir setti sitt annað mark á 50. mínútu. Dómari leiksins gerðist þarna sekur um slæm mistök, varnarmenn Selfoss voru að spila boltanum sín á milli, Unnur Dóra kemst í sendinguna og boltinn skýst af henni til markmanns Tindastóls sem tekur boltann upp með höndunum. Dómarinn dæmir þetta sem sendingu frá varnarmanni og þar af leiðandi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss. Barbára Sól tók spyrnuna, lagði boltann út á Kötlu sem þrumaði í netið af stuttu færi. Selfoss komið 3-1 yfir, sem varð lokaniðurstaða leiksins, Tindastóll reyndi í fyrstu að sækja fram og minnka muninn en Selfyssingar áttu svör við öllum þeirra aðgerðum. Síðustu mínútur leiksins voru algjörlega tíðindalausar og Selfoss sigldi sínum fyrsta sigri örugglega heim. Af hverju vann Selfoss? Betra liðið vann einfaldlega í dag. Það var klaufalegt hjá þeim að lenda marki undir og gekk erfiðlega í fyrstu að skapa sér færi en þegar leið aðeins á leikinn varð nokkuð ljóst hvort liðið væri sterkara. Selfoss aðlöguðu sig vel, leikplanið sem þær lögðu upp með í fyrstu gekk ekki, þá reyndu þær bara nýja hluti, gáfust ekki upp og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Katla María Þórðardóttir var maður leiksins, ekki spurning. Ekki bara mörkin tvö heldur allt hennar uppspil, sendinga- og skotgeta gaf Selfossi mjög mikið inni á vellinum í dag. Hvað gekk illa? Varnarleikur Tindastóls var frekar óskipulagður, lentu oft í vandræðum að hreinsa boltann úr teignum og voru í veseni með dekkningar. Hvað gerist næst? Selfoss fer til Keflavíkur, mánudaginn næsta, 22. maí kl. 19:15. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni degi síðar á Sauðárkróksvelli. Halldór: „Svo fékk Selfoss einfaldlega gjöf frá dómaranum“ Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Mynd/Heimasíða Tindastóls Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðu leiksins. „Þetta var frábær byrjun á leiknum og ég var mjög ánægður með hvernig við heilt yfir byrjuðum leikinn, fyrstu tíu mínúturnar voru góðar. Skoruðum markið og svo fengum við á okkur svona drullumark... mér fannst við detta aðeins til baka eftir það og náðum okkur ekkert nógu vel upp fyrr en í seinni hálfleik“ Seinni hálfleikur hófst af krafti en Tindastóll fékk svo á sig mark á 50. mínútu eftir vafasaman dóm þar sem Selfoss fékk óbeina aukaspyrnu í vítateig Tindastóls. „Við byrjuðum hálfleikinn af krafti en svo fékk Selfoss einfaldlega gjöf frá dómaranum, það verður bara að segjast eins og það var. Augljóslega var sending til baka en það kom snerting á milli sem núllar þetta út. Hann [dómarinn] baðst sjálfur afsökunar á því eftir leikinn. Frábært að eyðileggja leikinn svona, mjög svekkjandi.“ Óttar: „Sofandaháttur hjá okkur í föstum leikatriðum“ Óttar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari Selfoss, gaf sig á tal við blaðamann eftir leik. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur liðsins í sumar. „Bara mjög ánægður, flottur sigur og ánægjulegt að vinna á heimavelli, eins og alltaf.“ Selfoss lenti marki undir eftir aðeins þrettán mínútur, spurður út í byrjun liðsins í þessum leik segir Óttar bæði lið hafa farið vel af stað, en viðurkennir lélega dekkningu og grimmdarleysi hjá sínu liði. Það tókst þó vel að snúa því við. „Það var sofandaháttur hjá okkur í föstum leikatriðum, en mér fannst leikurinn fara vel af stað. Bæði lið mjög skipulögð og tilbúin að loka öllu og gefa ekki mörg færi á sér þannig að byrjunin á leiknum var þannig séð fín þó við hefðum mátt vera aðeins grimmari heilt yfir í byrjun. En við vöknuðum þá eftir markið og fórum að láta ljós okkur skína“ Þriðja mark leiksins kom upp úr óbeinni aukaspyrnu sem Selfoss fékk í vítateig andstæðinganna. „Ég bara treysti því fullkomnlega að þetta hafi verið rétt ákvörðun, ég öfunda þau ekki neitt að vera að dæma“ Besta deild kvenna
Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. Selfoss tók á móti Tindastól í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Selfyssinga. Fyrsta mark leiksins skoraði Melissa Garcia fyrir Tindastól. Heimakonur settu svo þrjú mörk í kjölfarið, en þar var Katla María Þórðardóttir með tvö og Eva Lind Elíasdóttir með eitt. Þetta tap sendir Tindastól niður í neðsta sæti deildarinnar en Selfoss fer upp í sjöunda sæti. Leikurinn fór hægt af stað fyrir heimakonur sem voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Þá var Melissa Garcia á ferðinni fyrir gestina, en hún kom inn í liðið í fjarveru Hrafnhildar Björnsdóttur sem er að sinna lögreglustörfum á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Markið kom eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu á nærstöngina, Melissa gerði vel í að rífa sig lausa frá varnarmanninum og stangaði boltann í netið. Heimaliðinu gekk illa að skapa sér marktækifæri fyrst um sinn, en héldu vel í boltann og ógnuðu gestunum alltaf. Það var svo á 36. mínútu leiksins sem Katla María jafnaði metin fyrir Selfoss. Tindastóll hafði þá reynt margsinnis að hreinsa boltann úr vítateig sínum eftir hornspyrnu. En boltinn fór ekki langt, Katla fær hann í fæturna rétt fyrir utan teig og tekur skot, sem leit í fyrstu út fyrir að vera sending. Boltinn skoppar hægt og rólega framhjá öllum í teignum og lekur svo loksins yfir línuna. Heimakonur búnar að jafna. Selfyssingar héldu sókn sinni áfram næstu mínútur og virtust mjög líklegar til að taka forystuna. Það gerðist svo rétt fyrir hálfleikshlé þegar Eva Lind Elíasdóttir skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf Barbáru Sólar á vinstri kantinum. Síðari hálfleikur hófst svo af krafti þegar Katla María Þórðardóttir setti sitt annað mark á 50. mínútu. Dómari leiksins gerðist þarna sekur um slæm mistök, varnarmenn Selfoss voru að spila boltanum sín á milli, Unnur Dóra kemst í sendinguna og boltinn skýst af henni til markmanns Tindastóls sem tekur boltann upp með höndunum. Dómarinn dæmir þetta sem sendingu frá varnarmanni og þar af leiðandi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss. Barbára Sól tók spyrnuna, lagði boltann út á Kötlu sem þrumaði í netið af stuttu færi. Selfoss komið 3-1 yfir, sem varð lokaniðurstaða leiksins, Tindastóll reyndi í fyrstu að sækja fram og minnka muninn en Selfyssingar áttu svör við öllum þeirra aðgerðum. Síðustu mínútur leiksins voru algjörlega tíðindalausar og Selfoss sigldi sínum fyrsta sigri örugglega heim. Af hverju vann Selfoss? Betra liðið vann einfaldlega í dag. Það var klaufalegt hjá þeim að lenda marki undir og gekk erfiðlega í fyrstu að skapa sér færi en þegar leið aðeins á leikinn varð nokkuð ljóst hvort liðið væri sterkara. Selfoss aðlöguðu sig vel, leikplanið sem þær lögðu upp með í fyrstu gekk ekki, þá reyndu þær bara nýja hluti, gáfust ekki upp og unnu verðskuldaðan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Katla María Þórðardóttir var maður leiksins, ekki spurning. Ekki bara mörkin tvö heldur allt hennar uppspil, sendinga- og skotgeta gaf Selfossi mjög mikið inni á vellinum í dag. Hvað gekk illa? Varnarleikur Tindastóls var frekar óskipulagður, lentu oft í vandræðum að hreinsa boltann úr teignum og voru í veseni með dekkningar. Hvað gerist næst? Selfoss fer til Keflavíkur, mánudaginn næsta, 22. maí kl. 19:15. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni degi síðar á Sauðárkróksvelli. Halldór: „Svo fékk Selfoss einfaldlega gjöf frá dómaranum“ Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Mynd/Heimasíða Tindastóls Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðu leiksins. „Þetta var frábær byrjun á leiknum og ég var mjög ánægður með hvernig við heilt yfir byrjuðum leikinn, fyrstu tíu mínúturnar voru góðar. Skoruðum markið og svo fengum við á okkur svona drullumark... mér fannst við detta aðeins til baka eftir það og náðum okkur ekkert nógu vel upp fyrr en í seinni hálfleik“ Seinni hálfleikur hófst af krafti en Tindastóll fékk svo á sig mark á 50. mínútu eftir vafasaman dóm þar sem Selfoss fékk óbeina aukaspyrnu í vítateig Tindastóls. „Við byrjuðum hálfleikinn af krafti en svo fékk Selfoss einfaldlega gjöf frá dómaranum, það verður bara að segjast eins og það var. Augljóslega var sending til baka en það kom snerting á milli sem núllar þetta út. Hann [dómarinn] baðst sjálfur afsökunar á því eftir leikinn. Frábært að eyðileggja leikinn svona, mjög svekkjandi.“ Óttar: „Sofandaháttur hjá okkur í föstum leikatriðum“ Óttar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari Selfoss, gaf sig á tal við blaðamann eftir leik. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur liðsins í sumar. „Bara mjög ánægður, flottur sigur og ánægjulegt að vinna á heimavelli, eins og alltaf.“ Selfoss lenti marki undir eftir aðeins þrettán mínútur, spurður út í byrjun liðsins í þessum leik segir Óttar bæði lið hafa farið vel af stað, en viðurkennir lélega dekkningu og grimmdarleysi hjá sínu liði. Það tókst þó vel að snúa því við. „Það var sofandaháttur hjá okkur í föstum leikatriðum, en mér fannst leikurinn fara vel af stað. Bæði lið mjög skipulögð og tilbúin að loka öllu og gefa ekki mörg færi á sér þannig að byrjunin á leiknum var þannig séð fín þó við hefðum mátt vera aðeins grimmari heilt yfir í byrjun. En við vöknuðum þá eftir markið og fórum að láta ljós okkur skína“ Þriðja mark leiksins kom upp úr óbeinni aukaspyrnu sem Selfoss fékk í vítateig andstæðinganna. „Ég bara treysti því fullkomnlega að þetta hafi verið rétt ákvörðun, ég öfunda þau ekki neitt að vera að dæma“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti