Tekur við stöðu formanns Félags kvenna í atvinnulífinu Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 10:34 Ný stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Bergrún, Guðrún, Dóra, Unnur, Grace, Ingibjörg, Erla og Andrea Ýr. Á myndina vantar þær Helgu og Guðlaugu sem voru erlendis. FKA Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi, var kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku. Unnur Elva tekur við formennsku af Sigríði Hrund Pétursdóttur, fjárfesti og eiganda Vinnupalla. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR séu hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og haldi áfram. „Í stjórnendahópinn eru að bætast við nýjar konur og félagið kynnir með stolti nýjar stjórnarkonur í stafrófsröð þær: Andreu Ýr Jónsdóttur framkvæmdastjóra & hjúkrunarfræðing. Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur mannauðs og skrifstofustjóra (varakona til eins árs). Erlu Björgu Eyjólfsdóttur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, stundakennara Háskólanum á Bifröst og stjórnarkonu í Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs). Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic. Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra GET Ráðgjafar ehf (varakona til eins árs). Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda, stjórnarformann & eiganda. Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda (stjórnarkona til eins árs). Unnur Elva Arnardóttir er forstöðumaður hjá Skeljungi og nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. FKA Stjórnarkonur og varakonur taka sæti í þeirri röð sem þær eru kosnar, fyrst sú sem flest atkvæði hefur að baki sér. Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn. Niðurstaða kosningarinnar var sú að Grace Achieng, Andrea Ýr Jónsdóttir og Helga B. Steinþórsdóttir voru kjörnar í stjórn FKA til tveggja ára. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin í stjórn FKA til eins árs. Þá þurfti hlutkesti kjörnefndar sem réð úrslitum í varastjórn þar sem Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir voru jafnar stigum. Varastjórn er sem hér segir: Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir er fyrsta varakona inn í stjórn, næst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og síðan Erla Björg Eyjólfsdóttir. Eitt framboð barst í embætti formanns stjórnar og var Unnur Elva Arnardóttir sjálfkjörin sem formaður en hún hefur gengt hlutverki varaformanns,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Unnur Elva tekur við formennsku af Sigríði Hrund Pétursdóttur, fjárfesti og eiganda Vinnupalla. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR séu hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og haldi áfram. „Í stjórnendahópinn eru að bætast við nýjar konur og félagið kynnir með stolti nýjar stjórnarkonur í stafrófsröð þær: Andreu Ýr Jónsdóttur framkvæmdastjóra & hjúkrunarfræðing. Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur mannauðs og skrifstofustjóra (varakona til eins árs). Erlu Björgu Eyjólfsdóttur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, stundakennara Háskólanum á Bifröst og stjórnarkonu í Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs). Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic. Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra GET Ráðgjafar ehf (varakona til eins árs). Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda, stjórnarformann & eiganda. Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda (stjórnarkona til eins árs). Unnur Elva Arnardóttir er forstöðumaður hjá Skeljungi og nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. FKA Stjórnarkonur og varakonur taka sæti í þeirri röð sem þær eru kosnar, fyrst sú sem flest atkvæði hefur að baki sér. Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn. Niðurstaða kosningarinnar var sú að Grace Achieng, Andrea Ýr Jónsdóttir og Helga B. Steinþórsdóttir voru kjörnar í stjórn FKA til tveggja ára. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin í stjórn FKA til eins árs. Þá þurfti hlutkesti kjörnefndar sem réð úrslitum í varastjórn þar sem Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir voru jafnar stigum. Varastjórn er sem hér segir: Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir er fyrsta varakona inn í stjórn, næst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og síðan Erla Björg Eyjólfsdóttir. Eitt framboð barst í embætti formanns stjórnar og var Unnur Elva Arnardóttir sjálfkjörin sem formaður en hún hefur gengt hlutverki varaformanns,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira