Unnur Elva tekur við formennsku af Sigríði Hrund Pétursdóttur, fjárfesti og eiganda Vinnupalla.
Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR séu hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og haldi áfram.
„Í stjórnendahópinn eru að bætast við nýjar konur og félagið kynnir með stolti nýjar stjórnarkonur í stafrófsröð þær:
- Andreu Ýr Jónsdóttur framkvæmdastjóra & hjúkrunarfræðing.
- Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur mannauðs og skrifstofustjóra (varakona til eins árs).
- Erlu Björgu Eyjólfsdóttur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, stundakennara Háskólanum á Bifröst og stjórnarkonu í Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs).
- Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic.
- Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra GET Ráðgjafar ehf (varakona til eins árs).
- Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda, stjórnarformann & eiganda.
- Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda (stjórnarkona til eins árs).

Stjórnarkonur og varakonur taka sæti í þeirri röð sem þær eru kosnar, fyrst sú sem flest atkvæði hefur að baki sér.
Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn.
Niðurstaða kosningarinnar var sú að Grace Achieng, Andrea Ýr Jónsdóttir og Helga B. Steinþórsdóttir voru kjörnar í stjórn FKA til tveggja ára. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin í stjórn FKA til eins árs. Þá þurfti hlutkesti kjörnefndar sem réð úrslitum í varastjórn þar sem Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir voru jafnar stigum. Varastjórn er sem hér segir: Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir er fyrsta varakona inn í stjórn, næst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og síðan Erla Björg Eyjólfsdóttir.
Eitt framboð barst í embætti formanns stjórnar og var Unnur Elva Arnardóttir sjálfkjörin sem formaður en hún hefur gengt hlutverki varaformanns,“ segir í tilkynningunni.