24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2023 07:01 Háskólinn setti sér verklagsreglur um viðbrögð við einelti og öðru ofbeldi árið 2017. Vísir/Vilhelm Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans. Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra. Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Kvartanirnar skiptust þannig niður á svið: átta tengdust félagsvísindasviði, fimm verkfræði- og náttúruvísindasviði, fjórar heilbrigðisvísindasviði, þrjár menntavísindasviði og tvær hugvísindasviði. Þrjár tengdust miðlægri stjórnsýslu og í einu tilviki varðaði kvörtun starfsmenn á fleiri en einu fræðasviði. Þetta kemur fram í svörum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um aðgerðir HÍ gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. „Í öllum tilvikum var brugðist við ábendingum og kvörtunum, og þær teknar til athugunar. Uppfylli kvörtun eða ábending skilyrði málsmeðferðar (m.a. að aðili sem kvartað er undan tilheyri hópi starfsfólks eða nemenda, og að efni kvörtunar heyri undir verksvið fagráðs eða viðbragðsteymis) er mál tekið til formlegrar meðferðar, nema sérstakar ástæður liggi fyrir (t.d. að málshefjandi óski eftir að mál sé ekki tekið til formlegrar meðferðar). Alls uppfylltu 18 mál þessi skilyrði,“ segir í svörum ráðherra, sem byggja á upplýsingum frá HÍ. „Í fjórum tilvikum var það niðurstaða fagráðs eða viðbragðsteymis að um væri að ræða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanns Háskóla Íslands, eins og þau hugtök eru skilgreind samkvæmt lögum og reglum sem um málaflokkana gilda. Í þeim tilvikum leggur fagráð eða viðbragðsteymi fram tillögur til aðgerða og úrbóta í samræmi við gildandi verklagsreglur. Slíkar tillögur miða að því að stöðva umrædda hegðun og gera ráðstafanir til að sú hegðun endurtaki sig ekki.“ Ekki kemur fram til hvaða úrræða var gripið í umræddum fjórum tilvikum. Svör ráðherra.
Kynferðisofbeldi Háskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira