Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 07:00 Prófmálið varðaði dómara við Héraðsdóm Reykjaness en mun hafa áhrif á kjör allra dómara landsins, verði honum ekki snúið á æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira