Árekstur og húsbíll sem þveraði veginn Máni Snær Þorláksson skrifar 14. maí 2023 23:17 Ökumenn lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Landsbjörg Að minnsta kosti einn árekstur varð á Fjarðarheiði í kvöld sökum vetrarfærðar. Þá hafa þó nokkrir bílar verið skildir eftir á heiðinni og fólk flutt niður af heiðinni til Seyðisfjarðar. „Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023 Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
„Þarna bara varð skyndileg vetrarfærð og töluverð ófærð,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir að enginn hafi slasast í árekstrinum. Flestir bílanna á heiðinni hafi verið komnir á sumardekk, ökumenn ráði illa við færðina sem er nú þar. Björgunarsveitarfólk er nú á vettvangi að hjálpa til. „Það er bara verið að leysa úr þessu,“ segir Jón Þór en verið er að flytja fólk úr bílunum niður til Seyðisfjarðar. „Það voru þó nokkuð margir bílar skildir eftir, það er verkefni morgundagsins að koma þeim niður.“ Húsbíll þveraði veginn Vegagerðin er nú búin að loka Fjarðarheiði fyrir allri umferð. Nokkur fjöldi bíla er þó enn á leiðinni og koma í veg fyrir að moksturstæki Vegagerðarinnar komist leiðar sinnar til að opna veginn á ný. Húsbíll sem þveraði veginn var á meðal þeirra sem stóðu í vegi fyrir mokstursbílnum. Nú hefur þó húsbíll fokið út af veginum, líklegast sá sami og þveraði hann. Gul viðvörun í kvöld og á morgun Veðurspáin var slæm fyrir svæðið en gul viðvörun er ennþá í gildi fyrir svæðið. „Það var von á þessu en þetta varð óvenju slæmt þarna,“ segir Jón Þór. Veðurstofan varaði fólk við að leggja í langferðir á vanbúnum bílum sökum þess að líkur voru á vetrarfærð. Gul viðvörun tekur aftur gildi á Austurlandi að Glettingi klukkan tíu á morgun. Þá er búist við norðan og norðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu, snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum. Uppfært 8:00: Búið er að opna Fjarðarheiði að nýju. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Fjarðarheiði: Búið er að opna veginn að nýju en þar er hálka. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 15, 2023
Björgunarsveitir Múlaþing Umferð Samgönguslys Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira