Albert skoraði í tapleik sem skipti engu | Enn tapar Rosenborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 17:30 Albert Guðmundsson skoraði í dag. vísir/Getty Genoa hefur þegar tryggt sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu ári og því skipti tap liðsins í dag litlu sem engu máli. Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira