Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 15:27 Árni var gripinn við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira