Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:25 Formaður ADHD samtakana, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerð varðandi ADHD-lyfjanotkun flugliða breytt. Th: Vísir/Arnar. Tv: Vísir/Vilhelm Formaður ADHD samtakana gagnrýnir að ADHD-lyf séu bönnuð meðal flugliða Icelandair og segir það fornaldarhugsunarhátt. Málið hafi áhrif á fjölda fólks sem nú þurfi að velja á milli starfs síns eða nauðsynlegra lyfja. Starfsfólk getur átt von á að vera sent í tilviljanarkenndar skimanir. Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“ Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í tölvupósti sem starfsfólki Icelandair barst í gær kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan sú að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Ekkert nýtt af nálinni nema skimanir Flugrekstrarstjóri Icelandair, Haukur Reynisson, segir í samtali við fréttstofu að málið sé ekki nýtt af nálinni, allt starfsfólk sé upplýst um hvaða lyf séu leyfileg þegar það hefji störf hjá félaginu. Starfsfólki ætti því að vera vel kunnugt um að notkun ákveðinna ADHD-lyfja sé ekki leyfileg. Haukir segir að það sem sé nýtt og hafi komið fram í tilkynningunni sé að nú geti starfsfólk átt von á tilviljanarkenndum skimunum bæði hérlendis sem og erlendis. Segir starfsfólk geta lent í fangelsi Formaður ADHD samtakana, Vilhjálmur Hjálmarsson, kallar eftir því að íslenska ríkið og Samgöngustofa gangi í það að fá reglugerðinni breytt. „Það er ekkert eðlilegt að heilli starfsstétt, í þessu tilfelli flugliðum, sé bannað að taka þau lyf sem þau þurfa til að fúnkera eðlilega og betur en ella. Þetta er fornaldarhugsunarháttur, en hann byggir vissulega á flóknum alþjóðlegum reglum um flugöryggi. Icelandair ásamt stéttarfélögum þessa aðila eiga, ásamt okkur í ADHD samtökunum eiga að ganga í málið.“ Aðspurður um hvort hann líti svo á að verið sé að stilla fólki upp við vegg og annað hvort fara fram á að það hætti á lyfjunum eða segi upp starfinu sínu segir Vilhjálmur að það sé klárlega tilfellið. Það er ekkert grín ef þú ert settur í skimun. Ef þú ert í landi til dæmis þar sem svona efni eru bönnuð þá geturðu hreinlega lent í fangelsi. Vilhjálmur segir málið hafa áhrif á fjölda fólks. „Þetta á ekki aðeins við um ADHD-lyf. Þau innihalda í fyrsta lagi ekki öll einhver örvandi efni, en þetta á við um mjög mörg lyf sem snúa að geðrænum málum, hvort sem þau byggja á örvandi efnum eða ekki. Það verður fullt af fólki sem mun eiga erfitt með að halda sinni vinnu og vera í sinni vinnu.“
Fréttir af flugi Icelandair Lyf Hugvíkkandi efni Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira