„Flakið liggur þarna og bara stélið sem er heillegt. Hitt er allt í rusli.“
Hann náði myndum þar sem leiðangur björgunarmanna fikraði sig upp að flakinu en björgunarþyrla þurfti að lenda nokkuð neðar á jöklinum en flakið var staðsett. RAX velti því fyrir sér hvernig svona nokkuð gæti skeð því að Bretarnir voru nánast komnir yfir jökulinn þegar þeir flugu á hann.
„Sennilega hefur það verið svokallað „white-out“. Á jökli er það mjög hættulegt að þú missir hæðarskyn.“
Miðað við útlitið á slysstað þótti ólíklegt að Bretarnir hefðu lifað af og það kom björgunarmönnum mjög á óvart að heyra raddir þegar þeir nálguðust flakið.
Myndirnar af björgunarleiðangrinum uppi á Eiríksjökli má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX.
Þegar leiðtogafundur Ronalds Reagan og Michails Gorbachev var haldinn í Höfða í Reykjavík árið 1986 fékk RAX það verkefni að mynda fundinn. Viðburðurinn var einhver sá stærsti á ferli RAX svo hann tók verkefninu fagnandi. Í þvögu alþjóðlegra ljósmyndara fyrir utan Höfða kynntist RAX hins vegar samkeppni af öðrum toga en hann hafði áður kynnst, og óskammfeilni alþjóðlegra kollega sinna. Ljósmyndarinn Ron Edmonds tók RAX undir sinn verndarvæng og með ráðum frá honum náði RAX ljósmynd sem átti eftir að birtast víða um heim.
Árið 2008 lagði RAX upp í erfiða flugferð norður í land til að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Nokkur viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. Veðrið setti strik í reikninginn því deyfipílurnar sem til stóð að svæfa björninn með flugu út í buskann þegar þeim var skotið.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.