Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – Afturelding 30-31 | Mosfellingar tryggðu sér oddaleik Andri Már Eggertsson skrifar 14. maí 2023 19:15 Leikmenn Aftureldingar fögnuðu með sínu fólki Vísir/Hulda Margrét Afturelding vann eins nauman sigur og hægt var á Haukum í fjórða leik undanúrslita Olís-deildar karla í handbolta. Það þýðir einfaldlega að veislan heldur áfram þar sem það er oddaleikur framundan. Það vakti athygli að Brynjar Vignir Sigurjónsson spilaði ekkert í síðasta leik en byrjaði í markinu í dag í staðinn fyrir Jovan Kukobat. Brynjar Vignir þakkaði traustið og varði sex bolta í fyrri hálfleik. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét Afturelding átti fyrsta áhlaup leiksins þar sem gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð. Bæði lið tóku stutt áhlaup. Haukar jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleik 8-8. Heimamenn voru að fá mörk úr seinni bylgjunni. Á meðan Haukar reyndu að keyra upp hraðann þá vildu gestirnir draga úr honum og treystu á uppstilltan sóknarleik. Afturelding endaði fyrri hálfleik á afar jákvæðum nótum. Blær Hinriksson skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17. Blær Hinriksson skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Haukar bitu frá sér í síðari hálfleik og voru ekki lengi að minnka forskot Aftureldingar niður í eitt mark. Það stemmdi allt í að Afturelding væri að fara vinna sannfærandi sigur en Haukar komu til baka. Einar Ingi Hrafnsson skoraði 5 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Geir Guðmundsson var að finna sig vel í hægri skyttunni og var stór partur af því að Haukar breyttu stöðunni úr 24-28 yfir í 29-29. Eins og í síðustu tveimur leikjum þá var dramatík í lokin. Að þessu sinni náði Afturelding að halda út og gestirnir unnu eins marks sigur 30-31. Geir Guðmundsson var allt í öllu í dagVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Gestirnir voru betri nánast allan leikinn og eftir að Afturelding jafnaði leikinn í 2-2 þá lentu þeir aldrei aftur undir í leiknum. Afturelding átti svör við varnarleik Hauka sem gerði Aftureldingu erfitt fyrir í síðustu tveimur leikjum. Hverjir stóðu upp úr? Geir Guðmundsson spilaði einn sinn besta leik frá því hann kom í Hauka. Geir tók mikið til sín og skoraði átta mörk. Umræðan fyrir leik var hvort Blær yrði með og hversu mikið hann gæti spilað þar sem hann haltraði í síðasta leik. Blær var hins vegar í frábæru standi og skoraði 9 mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki góður. Afturelding skoraði 17 mörk og Haukar gáfu þeirra helstu mönnum þægilegan vinnufrið. Aron Rafn Eðvarðsson var aðeins með 8 varin skot sem var fimm boltum minna en Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar. Hvað gerist næst? Oddaleikurinn verður á þriðjudaginn í Íþróttamiðstöðinni Varmá. Ásgeir Örn: Við gáfum þeim ódýr mörk í lokin Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var svekktur með eins marks tap gegn Aftureldingu. „Það var mjög súrt og leiðinlegt að tapa þessum leik en svona er þetta bara. Þeir voru heilt yfir beittari á vellinum. Mér fannst óþarfi hjá okkur að vera þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik. Ásgeir var ekki sáttur með varnarleik Hauka í fyrri hálfleik þar sem Afturelding skoraði sautján mörk. „Ég var ekki ánægður með vörnina í fyrri hálfleik og þetta gekk ágætlega á tímabili í seinni hálfleik en síðan gáfum við þeim ódýr mörk í lokin.“ Afturelding vann að lokum eins marks sigur 30-31 og Ásgeir viðurkenndi að það væru hlutir sem hann hefði gert öðruvísi undir lokin eftir á. „Ég hefði stillt þessu aðeins öðruvísi upp hefði ég vitað að þetta myndi þróast svona en ég hélt þetta myndi þróast öðruvísi en það réði ekki úrslitum í dag,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Haukar
Afturelding vann eins nauman sigur og hægt var á Haukum í fjórða leik undanúrslita Olís-deildar karla í handbolta. Það þýðir einfaldlega að veislan heldur áfram þar sem það er oddaleikur framundan. Það vakti athygli að Brynjar Vignir Sigurjónsson spilaði ekkert í síðasta leik en byrjaði í markinu í dag í staðinn fyrir Jovan Kukobat. Brynjar Vignir þakkaði traustið og varði sex bolta í fyrri hálfleik. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét Afturelding átti fyrsta áhlaup leiksins þar sem gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð. Bæði lið tóku stutt áhlaup. Haukar jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleik 8-8. Heimamenn voru að fá mörk úr seinni bylgjunni. Á meðan Haukar reyndu að keyra upp hraðann þá vildu gestirnir draga úr honum og treystu á uppstilltan sóknarleik. Afturelding endaði fyrri hálfleik á afar jákvæðum nótum. Blær Hinriksson skoraði síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17. Blær Hinriksson skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Haukar bitu frá sér í síðari hálfleik og voru ekki lengi að minnka forskot Aftureldingar niður í eitt mark. Það stemmdi allt í að Afturelding væri að fara vinna sannfærandi sigur en Haukar komu til baka. Einar Ingi Hrafnsson skoraði 5 mörk í dagVísir/Hulda Margrét Geir Guðmundsson var að finna sig vel í hægri skyttunni og var stór partur af því að Haukar breyttu stöðunni úr 24-28 yfir í 29-29. Eins og í síðustu tveimur leikjum þá var dramatík í lokin. Að þessu sinni náði Afturelding að halda út og gestirnir unnu eins marks sigur 30-31. Geir Guðmundsson var allt í öllu í dagVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Afturelding? Gestirnir voru betri nánast allan leikinn og eftir að Afturelding jafnaði leikinn í 2-2 þá lentu þeir aldrei aftur undir í leiknum. Afturelding átti svör við varnarleik Hauka sem gerði Aftureldingu erfitt fyrir í síðustu tveimur leikjum. Hverjir stóðu upp úr? Geir Guðmundsson spilaði einn sinn besta leik frá því hann kom í Hauka. Geir tók mikið til sín og skoraði átta mörk. Umræðan fyrir leik var hvort Blær yrði með og hversu mikið hann gæti spilað þar sem hann haltraði í síðasta leik. Blær var hins vegar í frábæru standi og skoraði 9 mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur Hauka í fyrri hálfleik var ekki góður. Afturelding skoraði 17 mörk og Haukar gáfu þeirra helstu mönnum þægilegan vinnufrið. Aron Rafn Eðvarðsson var aðeins með 8 varin skot sem var fimm boltum minna en Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar. Hvað gerist næst? Oddaleikurinn verður á þriðjudaginn í Íþróttamiðstöðinni Varmá. Ásgeir Örn: Við gáfum þeim ódýr mörk í lokin Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var svekktur með eins marks tap gegn Aftureldingu. „Það var mjög súrt og leiðinlegt að tapa þessum leik en svona er þetta bara. Þeir voru heilt yfir beittari á vellinum. Mér fannst óþarfi hjá okkur að vera þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik. Ásgeir var ekki sáttur með varnarleik Hauka í fyrri hálfleik þar sem Afturelding skoraði sautján mörk. „Ég var ekki ánægður með vörnina í fyrri hálfleik og þetta gekk ágætlega á tímabili í seinni hálfleik en síðan gáfum við þeim ódýr mörk í lokin.“ Afturelding vann að lokum eins marks sigur 30-31 og Ásgeir viðurkenndi að það væru hlutir sem hann hefði gert öðruvísi undir lokin eftir á. „Ég hefði stillt þessu aðeins öðruvísi upp hefði ég vitað að þetta myndi þróast svona en ég hélt þetta myndi þróast öðruvísi en það réði ekki úrslitum í dag,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti