Lokamótið fór fram á Myrtle Beach í Suður Karólínu og það var frábært kast hennar í fimmtu umferð sem gulltryggði sigurinn.
Elísabet Rut kastaði þá sleggjunni 65,53 metra og bætti eigið Íslandsmet sem var kast upp á 65,35 metra frá því í júní fyrra.
Þetta var líka lengsta kast hjá nemanda á fyrsta ári í skólanum og það tíunda lengsta í sögu skólans.
Elísabet á nú átta lengstu köst hjá íslenskri konu en þetta er í fjórða skiptið sem hún bætir Íslandsmetið í greininni.
Elísabet er á fyrsta ári sínu í Texas State háskólanum sem hefur aðsetur í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum.
Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast hjá Elísabetu.
Also an Icelandic record!
— Texas State XC/Track and Field (@TXStateTrack) May 11, 2023
Runarsdottir did it all today at the #SunBeltTF Outdoor Championships#EatEmUp pic.twitter.com/PToSzJ2hGx
Conference Champion
— Texas State XC/Track and Field (@TXStateTrack) May 11, 2023
Freshman Elisabet Runarsdottir won the #SunBeltTF women s hammer throw with a toss of 65.53m/215-0!#EatEmUp pic.twitter.com/rOn0VHHLiS