Eistneska ríkisútvarpið greinir frá því að þessi fyrrum fyrirliði eistneska karlalandsliðsins í fótbolta muni tilkynna hvernig eistneska þjóðin kýs í Eurovision á laugardag. Klavan mun því birtast á skjáum landsmanna í öðruvísi hlutverki en áður.
Klavan gekk í raðir Liverpool árið 2016 og lék með liðinu í tvö ár. Á tíma sínum í Bítlaborginni lék hann 39 deildarleiki fyrir liðið og skoraði í þeim eitt mark. Þrátt fyrir að hafa ekki endilega átt langan og farsælan feril hjá Liverpool var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.
🚨 NEW: Liverpool cult hero Ragnar Klavan will have a part to play during Eurovision. The former Red has been selected as Estonia's spokesperson to reveal which countries they have voted for. #lfc [liverpool echo]
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 11, 2023
Yes, Ragnar! 🤣 pic.twitter.com/rRFs4KSwAb
Klavan hefur einnig leikið með liðum á borð við AZ Alkmaar í Hollandi, Augsburg í Þýskalandi og Cagliari á Ítalíu. Þá á hann einnig að baki 129 leiki fyrir eistneska landsliðið og er þar með fimmti leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.